Eyjamaðurinn Svavar Vignisson línumaður í handknattleik meiddist illa í æfingaleik á föstudaginn. Svavar, sem leikið hefur þetta árið með FH, spilar ekki meira með í vetur. Svavar braut þrjú handarbaksbein, fór úr lið á fjórum puttum og reif liðbönd í handarbaki. „Þetta gerðist þannig að ég fæ línusendingu, er að teygja mig eftir henni og þá kemur varnarmaður Víkings og ég dett í gólfið með hendina undir mér og varnarmaðurinn lendir ofan á mér.“ Svavar hafði nýhafið nám í Lögregluskólanum og þó áfall hans vegna handboltans sé mikið beið hans enn stærra áfall þegar hann mætti í skólann á mánudaginn. Þar var honum tilkynnt að honum væri vikið úr skólanum þar sem hann gæti ekki sinnt náminu vegna meiðslanna og meðal annars tekið fram að hann gæti ekki tekið þátt í verklega þættinum eða vélritað. Svavar var að vonum ósáttur við þessa niðurstöðu og hefur verið að leita réttar síns í málinu en skólastjóri Lögregluskólans stendur fastur á fyrri ákvörðun sinni. Hafa lögfræðingar verið að skoða málið fyrir Svavar.

Mér finnst þetta eiginlega bara lögregluskólanum til skammar því að hvað ætla þeir að gera ef lögga meiðist á vakt?? Reka hana??? Þetta er svona svipað, mér finnst að FH eigi að styðja við bakið á honu eins og allvöru fólk, en að sjálfsögðu þá reyna þeir það sem þeir geta!!