Logi Geirsson  -  A new hope Skemmtilegt er það hvernig sagan virðist alltaf endurtaka sig í sífellu. Logi Geirsson er núna fyrsti FH-ingurinn í ein 7 ár til að komast í landsliðið og má segja að nú sé hann fyrst að gefa FH-ingum von eftir 10 ár án meistaratitils og nokkur ár í skugga hina hræðilegu hauka.

Þessi uppgangur Loga minnir soldið á fyrstu Star Wars myndina sem kom út árið 1977 og hún hét einmitt a new hope og í því tilfelli var þessi nýa von Luke Skywalker eða Logi Geimgengill eins og hann hefur verið nefndur á íslensku. Í þerri mynd eru allir Jedar úr sögunni og hið illa veldi hefur öll stjörnukerfin undir sinni stjórn og menn eru orðnir vonlausir um að hlutinir munu breytast.
Hins vegar kemur Logi þar fram sem hin nýa von og hann leiðir flokk uppreisnarmanna gegn veldinu og hinum illa svarthöfða.

Það sama mun gerast hjá FH spái ég, Logi Geirsson mun leiða FH til æðstu metorða á ný og mun FH þar með brjótast úr skugga hinna hræðilegu hauka þar sem hinn ómerkilegi Viggó er við stjórn og munu haukar því draga sig saman í sína ásvallarskel sem stödd er vel fyrir utan Hafnarfjörð og því munu FH verða drotnarar Hafnarfjarðar og Íslands um ókomin ár.

Í þessu tilfelli mun hinu hræðilegu haukar ekki rísa upp aftur eins og veldið gerir í Star Wars, þetta munu verða falleg sögulok þar sem haukar munu aldrei rísa aftur.