Síðasti heimaleikur landsliðsins fyrir HM í Portúgal verður leikinn þriðjudaginn 7.jan.

Þetta er kjörið tækifæri til að sjá snillingana okkar með berum augum leika heimsklassahandbolta.

Á heimasíðu HSÍ segir Dagur Sigurðsson þetta :

,,Það er ótrúleg tilfinning að hlaupa inn í Laugardalshöllina þegar húsið er fullt af frábærum áhorfendum og það er okkar von að fólk fjölmenni á þennan leik. Slóvenar eru með sterkt lið og sem dæmi unnu þeir mót í Frakklandi um síðustu helgi. liðið mundi meta það mikils ef uppselt yrði í Höllina á þriðjudaginn“, sagði Dagur Sigurðsson fyrirliði islenska liðsins í samtali við Markaðsnefnd HSÍ.

,,Ég er nokkuð sáttur við þessa tvo leiki en að sjálfsögðu viljað sigur í dag, það sem er mjög jákvætt er að hópurinn er að stækka af leikmönnum sem taka ábyrð. Ég var t.d. mjög ánægður með Sigurð Bjarnason í dag og Róbert Sighvatsson og þeir virðast vera í mjög góðu standi. Ef við ætlum okkur langt á HM í Portúgal þá þarf breiddin að vera til staðar”, sagði Dagur sem segist leikfær á þriðjudaginn.

Stjórnendur handboltaáhugamálsins hvetja alla áhugamenn um íþróttir til að bregða sér í höllina og fylgjast með Dag og félögum. Það væri ekki verra fyrir liðið ef uppselt yrði í höllina.

Kveðja Gabbler.

ps. hluti er copy/paste af http://hsi.is/
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”