Landsliðið - Pressuliðið Næsta Laugardag (28.des) munu keppa landsliðið okkar í handbolta og lið sem er valið af íþróttafréttamönnum. Án efa verður þetta gríðarlega skemmtilegur leikur. Það verður líka gaman að sjá hvort pressan er betri í að velja lið en Gummi :)

Leikurinn verður í Austurbergi klukkan 16:15.

Pressuliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Markverðir:

Elvar Guðmundsson Ajax/Farum, Danmörk
Hlynur Mortens GróttaKR
Hreiðar Guðmundsson ÍR


Aðrir leikmenn:

Alexander Peterson GróttaKR
Arnór Atlason KA
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar
Baldvin Þorsteinsson KA
Björgvin Þór Rúnarsson FH
Halldór Ingólfsson Haukar
Hannes Jón Jónsson Selfoss
Heimir Árnason Haslum H.K., Noregur
Magnús Agnar Magnússon GróttaKR
Ólafur Sigurjónsson ÍR
Sturla Ásgeirsson ÍR
Svavar Vignisson FH
Valdimar Fannar Þórsson Fram
Valgarð Thoroddsen UMFA


Þess má geta að Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson geta ekki verið með sökum þess að þeir eru með 18 ára landsliðinu í Þýskalandi

Geir Sveinsson, þjálfari Vals, mun stýra Pressuliðinu í leiknum.

Heiðursgestur leiksins verður Jón Hjaltalín Magnússon


Þess má geta að HSÍ býður öllum frítt inn á leikinn og því um að gera að fjölmenna í Austurbergið og sjá fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í undirbúningi þess fyrir HM í Portúgal.

Kveðja Gabbler. (hsi.is)
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”