Ég hef verið að kíkja á nokkra leiki í vetur og komið mér á óvart hversu margir ungir og efnilega leikmenn við eigum. KA er t.d. með hægri handar stórskyttuna Arnór Atlason sem hefur spilað mjög vel fyrir ka í vetur, í hk sem hefur komið langt mest á óvart í deildinni ívetur þá tek ég eftir hversu gott lið þeir hafa, ólafur víðir ólafsson er búinn að brillera þrátt fyrir að vera 19 ára gamall. Annar Hk-ingur er Björgvin Gústafsson, 17 ára landsliðsmarkvörðu, bæði 18 og 20 ára landsliðsins, er kominn í byrjunarlið hk, þrátt fyrir ungan aldur, brilleraði í seinasta leik gegn fram og var valinn maður leiksins.
Í FH er einn allra efnilegasta skytta sem ég hef séð, fyrir 2 vikum vissi ég ekki hver var, en eftir að hafa séð leik Fh-hk þá tók ég eftir honum og sá líka seinasta leik fh. Logi Geirsson var með 16 mörk gegn hk og 14 minnir mig í leiknum eftir það, ótrúlegur leikmaður.
Hjá stjörnunni var Vilhjálmur Halldórsson með yfir 10 mörk í hverjum einasta leik, síðan hef ég ekkert séð hann meira er hann ekki meiddur eða?
Þar sem ég hef ekki mikið vit á handbolta en hef gaman að á að horfa á hann þá hef ég ekki getað fylgst nógu vel með öllum liðunum þannig að þetta er bara brot af þeim ungu strákum sem eru að sýna sig.