Einn besti leikmaður okkar Íslendinga varð í gær Íslenskur ríksiborgari samkvæmt samþykkt alsherjarnefndar alþingis. Roland sem heitir nú Roland Valur Eradze verður ekki gjaldgengur með Íslenska landsliðinu fyrr en í lok janúar, en þá verða liðin 3 ár frá síðasta landsleik hans fyrir Georgíu.

Við sem erum valsmenn erum þess fullvissir að um leið og hann verði gjaldgengur með landsliðinu eignumst við Valsmenn enn einn landsliðamanninn.

Fréttir herma að það hafi ekki komið nema eitt nafn til greina þega Roland þurfti að velja sér Íslenskt nafn og það var í höfuðið á liðinu sínu.

Vonandi verður jákvædd svar við fyrir spurn HSÍ til alþjóða deild handboltans um hvort hann verði löglegur á HM.

Óska ég Rolandi til hamingju með ríkisborgararéttinn.


Kveðja
B52