Haukar spiluðu í dag fyrri leik sinn við spænska liðið Ademar Leon. Leikurinn fór fram á Spáni, nánar tiltekið í Leon klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Leikurinn fór vel af stað fyrir Haukara héldu jöfn til að byrja með. Eftir 21 mínútu var staðan orðin 12-6 fyrir Ademar og ekki góð staða fyrir okkar menn. Í hálfleik var staðan 16-12 heimamönnum í vil. Ekki byrjaði vel hjá Haukamönnum í síðari hálfleiknum en Ademar komst fljót í 22-17 og vann svo loks 29-21.
Byrjunarliðið hjá Haukum var Jason, Ásgeir, Pauzoulis, Aron, Þorkell og Shamkuts. Markahæstur hjá Haukum var Robertas Pauzoulis en hann skoraði 9 mörk í leiknum. Næstur kom Aron með 6, Shamkuts með 3, Ásgeir 1 og Jón Karl með 1 úr víti. 2 mörk fóru fram hjá riturum Haukamanna. Bjarni Frostason og Birkir Ívar Guðmundsson skiptu bróðurlega með sér markinu í leiknum og vörðu þeir eitthvað í kringum 15 skot samtals.
Lið Ademar Leon spilaði mjög vel í dag og Haukaliðið spilaði alls ekki illa heldur er lið Ademar hreint og beint FRÁBÆRT. Síðari leikurinn fer fram á Ásvöllum á laugardaginn klukkan 16:30 og nú verða Íslendingar að mæta á völlinn og styðja Haukaliðið því þeir verða að fá góðan stuðning frá áhorfendum til þess að geta unnið upp þennan átta marka mun sem verður án efa mjög erfitt. En allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og við vonum að Haukastrákarnir nái að spila hreint frábærlega á Ásvöllum á laugardaginn og vinna. ÁFRAM HAUKAR, ÁFRAM ÍSLAND!!!!