Í gær var háður fyrri leikur af tveim í 16 liða úrslitum ehf keppninnar í handbolta og Grótta/KR tók á móti Danska liðinu Aalborg (held ég að það sé skrifað). Grótta/KR byrjaði miklu betur og komst mest í 6 stiga mun 8-2, en gestirnir náður að minnka muninn í 10-7 en þá tóku Grótta/KR sprett og náðu aftur 6 stiga forskoti og var staðan svoleiðis í leikhléi sem sagt, 13-7. Alexander Peterson var allt í öllu hjá Gróttu/KR og skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik en einnig var Hlynur Morthens góður í markinu og tók 9 bolta í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn beyrjaði alveg eins og sá fyrri endaði og náði Grótta/KR 8 stiga forskoti 18-10. En þá byrjaði allt að ruglast þegar Alexander Peterson var tekinn úr umferð og skorði ekkert en Dainis Rusko hélt Gróttu/KR á floti með 5 mörkum á 10 mínutna kafla. En þá gerðist það að Grótta/KR fór að missa menn útaf vegna mjög vafasamra brota og hreinlega algjörs bulls. Páll Þórólfsson fékk rauða spjaldið en hann hafði skorað 4 mörk og það nýttu Álaborgarmenn sér og náðu að minnka muninn á 20-18 en lengra komust þeir ekki og leikurinn endaði 23-20.

Að mínu mati kemur það of oft fyrir að dómarar gera kannski 2-3 mistök sem annað liðið hagnast á og svo reyna dómararnir að bæta það upp með því að gefa óþarfa vítaköst og senda menn útaf þegar fríkast er nóg. Finnst ykkur það ekki?
ég er ekki bara líffæri