Áfrýjunardómstóll HSÍ fundaði í gær og komast að þeirri niðurstöðu að Robertas Pauzoulis verður löglegur með Haukum það sem eftir er keppnistímabilsins. Dómsorðin hljóðuðu á þennan veg <b>“Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður”<b> og þýðir það að dómurinn sem dómstóll HSÍ kvað upp fyrir viku mun standa og Robertas Pauzoulis mun geta leikið með Haukum það sem eftir er keppnistímabils.
Þetta er mjög góðar fréttir fyrir Haukara þar sem ekki hefur gengið nógu vel hjá þeim það sem af er keppnistímabils. Þeim hefur vantað hægrihandar skyttu og nú er hún komin og mun leika með þeim út tímabilið eins og áður sagði. Robertas mun leika með Haukum í Conversano á Ítalíu gegn Guðmundi Hrafnkelssyni og félögum í liðinu Conversano, en leikurinn fer fram klukkan 18:30 að staðartíma, 17:30 að íslenskum tíma, á morgun.
Robertas mun að öllum líkindum leika einnig á móti FH en sá leikur á að fara fram á miðvikudaginn n.k. en líklegt þykir að þeim leik verði frestað um rúmlega viku vegna evrópuleikja Hauka.
Ég vil benda fólki á það að síðari leikur Hauka og Conversano fer fram eftir nákvæmlega viku, laugardaginn 16.nóvember, að Ásvöllum í Hafnarfirði. Ég vil hvetja fólk til að mæta og ef það vill ekki styðja Hauka þá kemur það bara til að sjá Guðmund Hrafnkelsson.