Í hádeginu í dag, miðvikudaginn 6.nóvember, var dregið í bikarkeppni HSÍ í bæði meistaflokki karla og meistaflokki kvenna. Í meistaraflokki karla verða tveir hörkuleikir, HK-ÍR og UMFA-Grótta/KR. Hinir tveir leikirnir verða Fylkir-Valur og Breiðablik-Fram. Þessir leikir munu fara fram miðvikudaginn 4.desember. Í kvennaflokki verður leikur umferðarinnar Valur-Stjarnan. Einnig verður hörkuleikur KA/Þór-Haukar. Hinir tveir leikirnir verða FH-Fram og Fylkir/ÍR-ÍBV. Leikirnir í kvennaflokki verða allir leiknir miðvikudaginn 27.nóvember nema leikur Fylkis/ÍR og ÍBV en hann verður leikinn sunnudaginn 8.desember sökum þess að tveir leikmenn ÍBV munu leika með liði Austurríkis á EM í Danmörku. Ég vil hvetja fólk að mæta á leikina og styðja sitt lið.