Handknattleiksdeild UMFSelfoss hefur ákveðið að áfrýja dómi dómstóls HSÍ til áfrýjunardómstóls félagsins enn einu sinni. Síðastliðinn föstudag tilkynnti dómstóll HSÍ að Robertas Pauzoulis væri heimilað félagsskipti úr UMFSelfoss yfir í Hauka. Áður hafði áfrýjunardómstóllinn vísað dómi sem var kveðinn upp fyrr á tímabilinu til dómsstólsins aftur þar sem um formgalla var að ræða. Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að engir formgallar væru í dómnum og gerðu því Pauzoulis löglegan á ný.
Reiknað er með að áfrýjanarnefndin taki málið fyrir í næstu viku og geti nú að þessu sinni afgreitt málið en síðast var því vísað heim vegna formgalla.
Til gamans má geta að Morgunblaðið segir í blaði sínu miðvikudaginn 6.nóvember að máið hefur þvælst frá Heródesi til Pílatusar og til baka aftur. Þetta er svo sem alveg rétt þar sem þetta mál er búið að fara marga hringi í kerfinu!!!
Við skulum vona að ekki fari allt í hnút aftur og fyrir þennan frábæra leikmann þá vonum við að allt fari á besta veg.