Samkvæmt Morgunblaðinu miðvikudaginn 6.nóvember bíður meistaraflokks karla hjá Haukum langt og strangt ferða lang til Ítalíu þegar liðið fer og leikur fyrri leik sinn gegn ítalska liðinu Conversano, liðinu sem Guðmundur Hrafnkellsson landsliðsmarkvörður leikur með, í evrópukeppni bikarhafa. Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka sagði í samtali við Morgunblaðið að liðið leggur af stað í flugi til parís á föstudaginn. Eftir það tekur við níu stunda bið eftir flugi til Napolí á Ítalíu. Þegar til Napolí kemur tekur við rútuferð frá Napolí niður til Conversano og tekur sú ferð u.þ.b. fimm klukkustundir. Þeir verða ekki komnir þanngað fyrr en aðfaranótt laugardags og leikurinn verður spilaður síðdegis á sunnudag. Eftir leikinn verður tekin stutt hvíld áður en haldið verður á ný til Napolí. ,,Við megum ekki leggja seinna af steð til Napolí með rútu en klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags til þess að ná flugi frá Napolí til Parísar árdegis á mánudag,“ sagði Viggó og bætti því við að Haukar hefðu óskað eftir frestun á leik sínum við FH sem fram á að fara á miðvikudeginum, tveimur sólarhringum eftir að heim verður komið. ,,Það stendur í mönnum að frasta leiknum, en það verður gert. Ef ná skal árangri í Evrópukeppni þá verður að koma til móts við þá sem taka þátt í henni,” sagði Viggó.
Viggó sagði einnig í þessu viðtali að illa hafa gegnið að afla upplýsingar um Conversano en úr væri að rætast. ,,Ég hef beðið í tvær vikur eftir spólu með upptöku af leik liðsins og bíð enn,“ sagði Viggó.
,,Það er þó alveg ljóst að við mætum ekki dæmigerðu ítölsku handknattleiksliði heldur nokkuð sterku fjölþjáðlegu liði sem er mjög öflugt,” sagði Viggó og benti á í liði Conversano leika sex útlendingar og þeir gæfu því annan blæ en venjulega væri á ítölsku handknattleiksliðunum. ,,Það verður við ramman reip að draga hjá okkur," sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka í samtali við Morgunblaðið miðvikudaginn 6.nóvember.
Þess má geta að síðari leikur Hauka og Conversano verður leikinn að Ásvöllum laugardaginn 16.nóvember klukkan 16:30!!!