Íslenska kvennalandsliðið tapaði þriðja leik sínum fyrir Slóvenum 29-24 og sagður besti leikur landsliðsins til þessa í þessum leikjum.

Hanna Stefánsdóttir skoraði 7 mörk fyrir íslenska liðið og var markahæst en nýliðinn Dröfn Sæmundsdóttir kom næst með 6 mörk.

Dagný Skúladóttir fylgdi a eftir og gerði 4 mörk fyrir liðið í kvöld, Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 3 mörk og svo gerði Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 mark. Berglind Hansdóttir varði 21 skot í markinu.