Ég hef orðið var við gífurlega leiðinlega umræðu í garð íslenskra dómara sem dæma í Essó-deild karla og kvenna. Til dæmis má nefna að ef litið er á spjall vefsíðunnar www.sportid.is þá er nánast annar hver þráður um lélega dómgæslu hér og lélega dómgæslu þar!!! Síðan tók ég eftir skoðunarkönnun eftir ágætis vin minn “hallotu” hérna á huga og þá spyr hann “Á að fá erlenda dómara til að sjá um dómgæslu hér og kenna Íslenskum dómurum að dæma”. Þar hafa 60% svarað játandi, nei hafa 7% sagt, of dýrt 20% og dómgæslan er ágæt hér hafa 13% sagt!!! Mín skoðun er sú að í fyrsta lagi er lítið hægt að kvarta yfir heildardómgæslu íslenskra dómara. Í öðru lagi yrði það alltof dýrt að fá erlenda til að kenna hérna!!!
Það er nú hálffyndið líka að heyra “hallotu” spyrja af þessu, og ég er því viss um að hann svari þessu játandi, þar sem hann svarar einni grein minni “HSÍ skuldar svo mikið að þeir hafa eiginlega ekki efni á að halda úti deild”. Það ætti nú að vera samræmi í greinaskrifum hjá fólki og því spyr ég “hallotu” að ef HSÍ skuldar svona mikið afhverju ættu þeir að fá erlenda dómara hingað til lands til að kenna íslensku dómurunum????
Síðan má ég til að nefni mínu máli til rökstuðnings að á síðasta keppnistímabili kom hingað erlent dómarapar!!! Þessir dómarar höfðu verið að dæma í Danmörku og fleiri löndum og mér persónulega og mörgum öðrum sem sáu þess dómara dæma fannst þeir alls ekki betri en þeir íslensku!!!! Því segi ég “ÍSLENSKT JÁ TAKK!!!!”

kveðja
bestu