Góðan daginn. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna Stöð 2 og Sýn tala yfirleitt aldrei um handbolta og ef þeir tala um hann er það mjög lítið og aðeins þegar vel gengur hjá landsliðinu!!! Nú hef ég tekið eftir því undanfarið að RÚV hefur einnig minnkað umfjöllun um handbolta og tala svipað mikið um handbolta og Stöð 2 og Sýn en þó örlítið meira.
Um daginn las ég inn á spjalli vefsíðunnar www.sportid.is að fólki finnst að flytja ætti handboltan yfir til Norðurljósa!!!
Mér persónulega finnst þetta vera algert kjaftæði því að ef handboltinn yrðu fluttur þanngað yfir þá yrðu færri leikir sýndir, minni umfjöllun og fleira.
Stöðir Norðurljósa hafa að mínu mati mun skemmtilegri íþróttafrétta menn en þó eiga allir fréttamenn hvar sem þeir eru sína kosti og sína galla.3
Ef litið sé á dagblöðin þá fjallar Morgunblaðið mjög lítið orðið um handbolta. Þeir tala frekar um gamla landsleiki sem allir eru hættir að velta fyrir sér heldur en að tala um evrópuleiki íslenskra liða. Mér finnst þetta auðvitað alveg fáránlegt þar sem Haukar, í þessu tilviki, áttu mjög góðan leik gegn Youth Union Strovolos en íslenska landsliðið í knattspyrnu átti slæman leik gegn Skotum og allir hættir að velta þeim leik, sem fram fór á laugardegi, fyrir sér á þriðjudegi.
Síðan ef við lítum á DV þá er mun meiri umfjöllun sem handbolti fær heldur en í Mogganum og Fréttablaðinu, sem tala nánast ekki neitt um handbolta. DV fær því fimm stjörnur í þessum flokki, blaðamenn, en hinir eina hvor.
Mitt mat er að DV vinnur í samanburði fjölmiðla um umfjöllun um handbolta. Þeir fá fjórar stjörnur af fimm mögulegur, RÚV fær þrjár, Mogginnn og Norðurljós tvær og Fréttablaðið eina!!!
Það væri gaman að heyra hvað fólki finnst um umfjöllun handbolta í fjölmiðlum.