Frakkar lögðu Dani í úrlitaleik Heimsbikarmótsins í Svíþjóð í dag 28-24 í mjög skemmtilegum leik þar sem allt var í járnum í fyrri hálfleik en Frakkar þó með undirtökin er leið og héldu þeim allan leikinn. Vörn þeirra var góð og Martini Bruno hrökk í gang í síðari hálfleik og lokaði markinu. Vörn Dana var ekki nægilega sterk og þrátt fyrir frábæran leik Hvid Kaspers dugði það einfaldlega ekki til. Lasse Boesen fór mikinn í sókn hjá Dönum og Lars Christiansen átti fínan leik í horninu en hinum megin voru það Jeome Fernandes og Joel Abati sem voru skæðastir.
Úrvalslið keppninnar var valið að henni lokinni í kvöld og þar eiga Danir tvo leikmenn, Frakkar einnig en hinir þrír koma frá Svíþjóð, Rússlandi og Þýskalandi. Kasper Hvidt ver mark úrvalsliðsins en hann kemur frá Danmörku. Aðrir leikmenn eru Frakkarnir Cédric Burdet í skyttuhlutverki hægra megin og Jackson Richardson á miðjunni, Daninn Lars Christiansen er í vinstra horninu, Christian Schwarzer frá Þýskalandi á línunni, Johan Petterson frá Svíþjóð í hægra hroninu og Alexei Rastvortsev frá Rússlandi skytta vinstra megin.