Hér ætla ég að gera tilraun til þess að útskýra fyrir fólki mál Robertas Pauzoulis!!!

Robertaz Pauzoulis gerði svokallaðan A-samning (sem maður að nafni “hallotu” greindi frá í grein sinni hérna á handbolta) við UMFSelfoss. Þar sem hann gerði A-samning þurfti hann að hafa svokallaðan viðaukasamning sem segir til um launamál leikmanns, auk fríðinda sem hann hefur, og samningákvæða (sem segir til um hvenær samningur verður ógildur). Í viðaukasamning Pauzoulis kemur fram að hann megi yfirgefa UMFSelfoss ef þeir skipta um þjálfara. Stjórn handknattleiksdeildar UMFSelfoss réð í sumar nýjan þjálfara, Gísla Rúnar Guðmundsson (sem einnig er leikmaður þeirra), og þar með varð viðaukasamningur, og í raun A-samningur, Pauzoulis ógildur. Stjórn félagsins ákvað því að segja upp viðaukasamningnum og hafa hann því aðeins á A-samning og því varð A-samningurinn ólöglegur þar sem leikmaður með A-samning verður að hafa viðaukasamning. Robertas ákvað því að hafa samband við Hauka, liðið sem fyrrverandi félagi hans Þórir Ólafsson hjá UMFSelfoss gekk í raðir í vor, og athugaði hvort áhugi væri hjá þeim að fá leikmanninn í sínar raðir. Haukar svöruðu því auðvitað játandi, enda frábær leikmaður þarna á fer, og gerðu samning við hann. Síðan koma Selfyssingar inn í málið að nýju og fóru fram á það að HSÍ myndi ekki gefa Pauzoulis leikheimild með Haukum. HSÍ fóru að óskum þeirra og neituðu Robertas um leikheimild. Haukar kærðu málið og dómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að þar sem viðaukasamningur var ekki inn í málunum hjá UMFSelfoss þá var samningur hans ógildur. UMFSelfoss ákvað að áfrýja dómnum til Áfrýjunardómstóls HSÍ og komust þeir að þeirri niðurstöðu að eitthvað vantaði uppá í dómi dómstólsins sem áður hafði verið tilkynntur. Því varð Robertas Pauzoulis aftur ólöglegur með Haukum og kærðu Haukarar málið að nýju. Dómstólinn kom síðan saman föstudaginn 1.nóvember og komst að þeirri niðurstöðu, aftur, að samningur Robertas við UMFSelfoss var ógildur þar sem enginn viðaukasamningur var til í dæminu!!! Því varð Robertas Pauzoulis aftur löglegur með Haukum og verður því vonandi með þeim það sem eftir er að tímabilinu!!! Við skulum bara vona fyrir þennan frábæra handboltamann að ekki verði gert meira mál vegna hans á tímabilinu!!!!