Handbolti er leikur milli tveggja 7 manna liða sam eru að reyna að skora í mark í sitt hvorum enda vallarins.

Einn leikur er 1 klukkutími sem er skipt í tvo 30 mínútu helminga. Það er bannað að taka fleiri en þrjú skref og að halda á boltanum í meira en þrjár sek. Sóknarmenn þurfa að skjóta fyrir utan teig, aðeins markmenn meiga spila inni í teig. Auka köst eru dæmd fyrir minni háttar brot á reglum og er tekin á punktalínu sem er ekki langt fyrir utan teig. Víta köst eru dæmd þegar gróflega hefur verið brotið á og eru tekin á víta línu sam er rétt fyrir utan teig.

Boltinn er um 58-60 cm í ummáli og er 425-475g á þyngd. Konur og yngri kynslóðin nota oftast minni boltann. Völlurinn er 38-45 metrar á lengd og 18-22 metrar á breidd. Markmannsbúrið svokallað er 2 metrar á hæð og 3 metrar á breidd. Teigurinn sjálfur er 6 metra talið frá markinu. Handbolti eins og hann er núna þróaðist í Evrópu árið 1920 úr fyrri leikjum í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð. En íþróttin sjálf var fundin upp í Danmörku árið 1898 af Holger Nielsen og var í fyrstu eingöngu spiluð á Norðurlöndunum. Handbolti varð ólympíu íþrótt árið 1972. Fyrsta heimsmeistaramótið í greininni var haldið 1938. Handbolti kom til Íslands um 1921, og var Handknattleikssamband Íslands var stofnað árið 1957.

Þol er nátturlega mjög mikilvægt í handbolta þar sem maður er að reyna mikið á líkamann bæði á æfingum og í leikjum. Á æfingum eru regluega þol-æfingar bæði loftháðar og loftfirrtar til að þjálfa þolið. Dæmi um að þjálfun fyrir loftfit þol er að spretta stutta hraða spretti. Loftháð þol er meira notað í handbolta og þol æfingar er stór þáttur af æfingum. Í leikjum þarf oft að spretta upp völlinn í hraðaupphlaupum og til að flýta sér aftur í vörn. Styrkur markmannsins liggur í því að vera með mikla snerpu, liðleiki er all ekki slæmur kostur. Úti-spilarar þurfa líka að byggja upp vöðva til að geta stoppað sóknar menn sem koma á fullri ferð og til þess að geta haldið þetta út heilann leik þarf að hafa þolið í góðu lagi. Æfingar eru sem sagt mjög mikilvægar ef maður vill hafa þolið í lagi