8.liða deild er það sem verður að koma ef menn ætla sér að bjarga handboltanum. Í dag erum við aðeins með eina 14 liða deild, ekkert lið getur fallið, þannig að þegar 8.liða úrslitakeppnin hefst eru 6 lið sem hafa bara lokið þáttöku, ekkert lið getur fallið. Út frá umfjöllun dagblaða/sjónvarps þegar kemur að leikjum þessara liða sem ekki komast í úrslitakeppnina spyr maður sig, hver nennir að fara á þessa leiki og hvað fjölmiðill nennir að fjalla um eitthvað sem skipir ekki miklu máli.
Leikin yrði fjórföld umferð og það lið sem fengi flest stig yrði Íslandsmeistari, út með úrslitakeppnina.
Í dag erum við með allt of langt undirbúningsmót, eins og kom fram í grein á mbl um daginn, þá eru menn að spila þetta langa undirbúningsmót og fá hugsanlega að spila einn heimaleik, er þetta þess virði.
Til þess að lið úr 2.deild kæmust í 1.deild þá yrði liðin í 1 og 2 sæti að spila við lið í 7 og 8 sæti í 1.deild um lausu sætin, þanning værum við alltaf með bestu liðin í 1.deild.
8.liða deild myndi að mínu mati skila fleiri betri leikjum og þá um leið fleiri áhorfendum á fleiri leiki.