Fyrir svona áratug sá ég þátt af Larry King live þar sem Marlon Brando var í viðtali. Allt í einu byrjar Brando að taka gleraugun af King. Brando var eins og hann væri nývaknaður og þetta var alveg furðulegt allt saman. Þetta var agalega vandræðalegt og fyndið. Please Mr. Brando don´t take my glasses sagði King en Brando hélt áfram að reyna að taka gleraugun. Ég er að velta fyrir mér hvort einhverjir fleiri muni eftir þessu og hvort þetta skemmtilega atriði sé einhvers staðar að finna á netinu.