Þessi klippa (http://hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1477) er nefnd ekki reykja og dæla bensíni (eða eitthvað álíka) en það er ekki rétt nafn. Sígarettuglóð er ekki nógu heit til að kveikja í bensíngufum (þeir sem horfa á mythbusters vita þetta) það sem hinsvegar olli eldinum í þessu tiltekna myndbandi er að stúlkan kom hvergi við bílinn eftir að hún steig út og því hljóp neisti úr hendinni á henni og í dælustútinn og kveikti þar með í bensíngufunum sem streymdu úr tankinum.