Greinakeppni Eftir ítrekaðar “kvartanir” á korkunum ákvað ég að búa til svona fínan tilkynningakubb þar sem ég var algjörlega búinn að ofnota korkana.

En núna er fyrsta greinakeppni gullaldaráhugamálsins komin í gang og strax á fyrsta degi eru komnar fjórar greinar. Ætla ég að vona að fleiri greinar berist í keppnina því það væri leiðinlegt að byrja á fullum krafti en missa hann síðan niður strax. Þemað í keppninni er Saga hljómsveitar/tónlistarmanns ef þú skyldir hafa áhuga á því að taka þátt.

Ég er samt enn á báðum áttum með síðasta skiladag. Ég var búinn að gefa það út að síðasti skiladagur væri 28.maí. En vegna svona góðrar þátttöku strax þá langar mig að stytta þetta til föstudagins 25. maí.

Gjörið svo vel að taka þátt !