A Saucerful Of Secrets - Pink Floyd
Pink Floyd =
David Gilmour - Aðal Gítarleikari í öllum lögunum nema Jugband Blues og Söngur.
Roger Waters - Bassi og Söngur.
Richard Wright - Píanó, hljómborð, Orgel og Söngur.
Nick Mason - Trommur, slagverk og söngur.
Syd Barrett - Gítar og söngur í Jugband Blues og kassagítar í Remember A Day.

A Saucerful of Secrets er önnur plata Pink Floyd.
Platan er öðruvísi en allt annað sem ég hef heyrt… The Piper At The Gates of Dawn reyndar líka sem var þeirra fyrsta plata. Pink Floyd fer ávallt nýjar leiðir í tónlistarsköpun sinni og það sést vel á þessari plötu. Þess má geta að Syd Barrett á eitt lag á þessari plötu en það er lagið JUGBAND BLUES og jafnframt hans seinasta verk með Pink Floyd og fyrsta plata David's Gilmour með Pink Floyd. A Saucerful of Secrets er eina plata Pink Floyd þar sem þeir eru allir fimm - Syd Barrett - Richard Wright - David Gilmour - Nick Mason og Roger Waters.

Lagalistinn:
1. Let There Be More Lights (5:38)
2. Remember A Day (4:33)
3. Set The Controls For The Heart Of The Sun (5:28)
4. Corporal Clegg (4:13)
5. A Saucerful Of Secrets (11:59)
6. See - Saw (4:36)
7. Jugband Blues (3:00)

Fyrsta lag plötunnar er LET THERE BE MORE LIGHT lagið byrjar á frábærri bassalínu sem er akkurat í 1 mín og 14 sek. að vísu verður það kannski aðeins þreytt í lokakafla bassalínunnar. Um sönginn sjá þeir Richard Wright, David Gilmour og Roger Waters og gera þeir það mjög vel! Lagið er þar að auki svolítið dramatískt þegar söngurinn byrjar sem er mjög kúl. Fyrstu línuna syngur Richard Wright og Roger Waters kvíslar þar undir sönginn og virkar það bara vel og svo í seinna erindinu syngur David Gilmour sem er mjög vel sungið og ótrúlega flott. Gítarsólóið í laginu er fínt og vandað af David Gilmour. Næsta lag er eftir Richard Wright, REMEMBER A DAY, píanó leikurinn er að mínu mati aðalatriði lagsins, þetta er mjög framsækið rokk-lag. Richard syngur lagið og gerir það frábærlega, í rauninni heldur söngurinn laginu uppi. Þess má geta að Syd Barrett spilar á kassagítar í laginu. Lagið er í anda laganna sem voru á fyrstu plötu sveitarinnar, myndi ég segja en það var einmitt samið á meðan gerð fyrstu plötu sveitarinnar Pink Floyd - The Piper At The Gates of Dawn var gerð. Ég ætla að gefa þessu eina lagi einkunn en hún er 7,0. SET THE CONTROLS FOR THE HEART OF THE SUN er þriðja lag plötunnar, án efa mest framsækna lag plötunnar og mjög athyglisvert, Nick Mason gerir vel í slagverksleiknum í laginu. Þetta er nokkurskonar tónverk, það er ekki mjög fjölbreytt en samt sem áður fíla ég það mjög vel!

CORPORAL CLEGG er lag sem inniheldur söng eftir trommuleikara bandsins Nick Mason og einnig syngur David Gilmour lagið. Lagið á sínar góður hliðar og aðrar ekki eins góðar en það er einn partur sem er skemmtilegri en aðrir en það er þegar David spilar á hljóðfæri sem heitir “Kazoo” en það gefur laginu svip annars er þetta ansi viðburðalítið lag og það slakasta á plötunni, því miður. Næst er komið af titillagi plötunnar A SAUCERFUL OF SECRETS lagið er 12 mínútna langt “Instrumental” lag sem þýðir að það er enginn söngur í því. Því er skipt í fjóra parta. Lagið er lengi að byrja en það besta við lagið að mínu mati er snilldar orgelsleikur Richard's sérstaklega í loka hnykkjum lagsins þá fær maður einfaldlega gæsahúð af því hversu flott það er… Ég fíla lagið samt sem áður meira “Live” mæli sérstaklega með útgáfunni á “Live At Pompeii”! En aftur af laginu sjálfu þegar Intróið er búið byrjar snilldar trommuleikur hjá Nick Mason meðan að hin ýmsu hljóð eru í gangi… Þegar því er lokið byrjar besti kafli lagsins rúmlega 5 mínútna orgelspil sem er út lagið og þá nær það algjörlega toppnum, alveg svakalegt!

Sjötta lagið er SEE - SAW sem er annað lagið á plötunni eftir Richard Wright, og hann syngur þetta einnig líka. Þetta er rólegt lag frekar viðburðarlítið lag það er eitt sem ég fýla vel í þessu lagi en það er klukkuspilið sem kemur fram þrisvar í laginu að ég held og í mjög stutta stund… Jæja ég hef ekkert fleira að segja um það. Síðasta lagið er eiginlega mitt uppáhaldsslag á plötunni en það er lagið JUGBAND BLUES þetta er eina lagið sem Syd Barrett samdi á plötunni og hans síðasta lag með Pink Floyd, þetta er einfaldlega snilldar lag samið af snillingi, skemmtilegt og ferskt lag sem er einnig vel sungið af honum Syd.

Lögin sem standa upp úr að þessu sinni eru LET THERE BE MORE LIGHTS - THE CONTROLS FOR THE HEART OF THE SUN - A SAUCERFUL OF SECRETS og JUGBAND BLUES. Það er nú bara býsna gott þar sem að þetta eru fjögur lög af 7. Ég mæli eindregið með þesari plötu! Gott verk eftir eina bestu hljómsveit tónlistar-sögunnar!