Pink Floyd - Atom Heart Mother Í þessari grein ætla ég að skrifa um Pink Floyd plötuna Atom Heart Mother.
Atom Heart Mother er ein af mínum uppáhalds Pink Floyd plötum og mæli ég sterklega með henni.

Atom Heart Mother var tekin upp í mars - ágúst árið 1970 í Abbey Road stúdíóinu í London og kom hún út í Bretlandi, 10 október, 1970. Platan ber nafnið af upphafslagi plötunnar.
Plötuumslagið finnst mér nokkuð flott en þar er mynd af einni kú án stafa og þess háttar.

Lögin: Atom Heart Mother (suite)
If
Summer ‘68
Fat Old Sun
Alan’s Psychedelic Breakfast


Atom Heart Mother (suite) – David Gilmour, Roger Waters, Nick Mason, Richard Wright, Ron Geesin.

Mjög langt lag (23:44) en algjör snilld. Laginu er skipt niður í 6 parta. Þeir eru eftirfarandi:
1 Father's Shout (0:00.00 - 5:25.66)
2 Breast Milky (5:25.66 - 10:12.33)
3 Mother Fore (10:12.33 - 15:32.08)
4 Funky Dung (15:32.08 - 17:43.29)
5 Mind Your Throats, Please (17:43.29 - 19:49.69)
6 Remergence (19:49.69 - 23:43.00)

Þetta lag hreif mig um leið og ég heyrði það í fyrsta skipti. Þetta er instrument – lag og því er ekkert sungið í því eins og í mjög mörgum upphafslögum á plötum með Pink Floyd. Einstaklega gott lag og góður gítarsóló.
Einkunn – 9,5

If – Roger Waters

Rólegt lag sem byrjar á kassagítar spili og Waters syngur. Þar á eftir bætast svo rólega inn fleiri hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, píanó og trommur. Gítarsólóarnir eru mjög einfaldir en nokkuð flottir. Þetta er bara mjög einfald lag í alla kanta og mjög þægilegt að hlusta á.
Einkunn – 9,0

Summer ’68 – Richard Wright

Byrjar á mjög flottu píanó spili og er sungið af Richard Wright. Mér finnst það líkjast dálítið Atom Heart Mother á köflum. Einstaklega flott lag, góður söngur og bara frábærlega samið. Píanóið er alveg frábært í þessu lagi, að mínu mati, enda sérsvið Wrights.
Einkunn – 9,4

Fat Old Sun – David Gilmour

Flott lag sem er sungið af Gilmour. Reyndar spilar hann á öll hljóðfærin í laginu fyrir utan hljómborð, en þar hefur Wright stjórnina. Frábær sóló og bara mjög gott lag í alla kanta.
Einkunn – 8,7

Alan’s Psychedelic Breakfast - David Gilmour, Roger Waters, Nick Mason, Richard Wright

Langt og gott lag sem byrjar á mjög skemmtilegu “morgunmatar hljóði”. Píanóið kemur svo hægt inní og fleiri hljóðfæri þar á eftir. Mér fannst þetta lag stórfurðulegt þegar ég heyrði það í fyrsta skipti en svo þegar ég fór að hlusta á það oftar fannst mér það alltaf betra og betra. Enginn söngur er í laginu og er þetta gott lag til að hlusta á rétt fyrir svefninn. Píanó kaflinn sem byrjar á fjórðu mínútu finnst mér besti parturinn. Frábærlega samið lag af öllum meðlimum Pink Floyd og mæli ég með því.
Einkunn – 9,5

Plötunni gef ég svo sjálfri 9,2 í einkunn.

Ýmsar heimildir fékk ég á www.wikipedia.org

Þetta er minn fyrsti plötudómur svo að það gæti vel verið að það sé eitthvað í honum sem þið eruð ekki sammála. Endilega komið með ykkar skoðanir.
asdf