Piano Man - Billy Joel Piano Man var önnur plata mesitarans, Billy Joel's. Fyrsta platan hans, Cold Spring Harbour, sem fékk mjög litla athygli kom út 1971. Piano Man kom út 1973. Cold Spring Harbour var misheppnuð hjá Joel, hún var spiluð tvöfalt hraðar en hann tók hana upp. Hann var svo á stöðugum flótta næstu árin undan plötufyrirtækinu og hann spilaði á Píanóbörum til þess að afla fjár. Einu sinni þegar hann var að spila á Píanóbar var lag hans, Captain Jack, tekið upp og hófst þá spilun á laginu á Útvarpsstöðvum. Columbia keypti þá samning Joel's og hóf hann upptökur á meistaraverkinu Piano Man.

1. Travelin' Prayer
2. Piano Man
3. Ain't No Crime
4. You're My Home
5. The Ballad Of Billy The Kid
6. Worse Comes To Worst
7. Stop In Nevada
8. If I Only Had The Words (To Tell You)
9. Somewhere Along The Line
10. Captain Jack
Ég vil taka það fram að öll lög eru eftir Billy Joel.

1. Travelin' Prayer (9/10)
Travelin' Prayer er mjög flott lag og inniheldur hin ýmsu hljóð og hljóðfæri. Lagið er fjörugt popplag og setur Joel mikinn kraft í það. Píanó sólóið er líka mjög flott spilað.

2. Piano Man (10/10)
Ég gef þessu lagi 10. Þessi fallega ballaða á það skilið. Enginn furða þó að allir hafi tekið undir á “kommbakk” tónleikunum hans í Madison Squaer Garden. Lagið byrjar með stuttu píaní spili og svo kemur munnharpa inn í lagið. Joel var mjög spældur þegar Piano Man var stytt niður í 3 Mínútur og 5 Sekúndur, hann segir frá því í laginu, The Entertainer. Textinn í laginu er mjög flottur.

3. Ain't No Crime(8/10)
Mér finnst þetta lag ekki jafn fjölbreytilegt og flest lögin á plötuni og mér finnst hann endurtaka viðlagið einum of oft í laginu. Fyrir utan þessa smávægilegu galla er lagið flott í alla kanta.

4. You're My Home (9/10)
Einn af gullmolum þessarar plötu. Þetta lag byrjar með flottu gítarspili og svo byrjar Joel að syngja. Röddinn í dregnum var frábær á þessu tímabili og öll löginn er mjög vel sungin. Þetta lag grípur mann við fyrstu spilun einsog öll löginn á plötuni.

5. The Ballad Of Billy The Kid (9/10)
Lagið um nafna Billy's byrjar með rólegu Píanó spili en svo kemur hraði parturinn og maður fær hann beint í æð. Svo stuttu seinna kemur aðeins rólegri partur aftur og Joel byrjar að syngja. Roselga flott lag. Í seinasta erindi lagsins breytir hann textanum og byrjar að tala um sjálfan sig.

6. Worse Come To Worst(8/10)
Lag með nettu “riffi” og snilldarlegum, en rugluðum texta. Lagið er skemmtilegt og er textinn sem gerir það extra skemmtilegt, hlustiði á hann. Píanó slóið er líka frekar flott.

7. Stop In Nevada(8/10)
Hlustaði einu sinni mest á þetta lag af öllum lögunum á plötuni. Mjög flott lag sem er “rólegt”(innan gæsalappa því viðlagið er ekki rólegt). Textinn er líka fínn.

8. If I Only Had The Words (To Tell You) (9/10)
Mjög falleg ballaða. Á þessari plötu sínir Joel næstum allar sínar hliðar, þetta sínir hans rólegu ballöðu hlið. Flottur texti og mjög fallega sungið hjá honum. Lagið er aðalega byggt fyrir píanó er píanó spilið framúrskarandi.

9. Somewhere Along The Line (8/10)
Önnur róleg ballaða ekki jafn góð og If I Only Had The Words. Textin er mjög góður og píanóspilið líka.

10. Captain Jack (10/10)
Eitt besta lag plötunar. Lagið sem fékk Columbia til að kaupa samning Joel's af Family Productions. Lagið er mjög flott í alla kanta og Joel syngur það líka vel. Textinn er mjög flottur og lagið ekki síðra. Píanóspilið í laginu er flott og þó að lagið sé frekar langt og endurtekiningasamt tekur maður ekki eftir því.


Gullmolar plötunar:
Piano Man
You're My Home
The Ballad Of Billy The Kid
Stop In Nevada
If I Only Had The Words (To Tell You)
Captain Jack

Í heildina er Piano Man plata sem hittir í mark. Öll lögin er góð. Ég ætla að gefa plötuni 9/10. Og til þess að leiðrétta allan misskilning, var Cold Spring Harbour gefin út á réttum hraða þegar Columbia endurútgáfu hana.