The Jimi Hendrix Experience - Axis: Bold As Love The Jimi Hendrix Experience =
Jimi Hendrix - Gítar, Söngur, Bassi (If 6 Was 9), Píanó, Indverska Flautu & Rödd “Mr. Paul Caruso” í EXP.
Mitch Mitchell - Trommur, Bakrödd & “Spyrillinn” í EXP.
Noel Redding - Bassi, Bakrödd & Söngur í She´s So Fine.

Prodúsér = Chas Chandler (En hann var bassaleikarinn í The Animals)

Axis: Bold As Love er önnur stúdíó plata The Jimi Hendrix Experience. Hún var gefin út þann 1. Desember 1967 í Bretlandi og þann 15 Janúar í Bandaríkjununum. Platan var tekin upp í Maí, Júní og Október 1967.

Platan Axis: Bold As Love inniheldur nokkur mjög góð lög og þar á meðal Smellina LITTLE WING og IF 6 WAS 9. Öll lögin eru samin af Jimi Hendrix nema lagið SHE'S SO FINE sem er samið af bassaleikaranum Noel Redding sem einnig samdi eitt lag á “Are You Experienced” Little Miss Strange. Í sumum laganna spilar Noel Redding á 8 strengja bassa. Jimi Hendrix lét það eitthvern tímann útúr sér að hann væri hvað ánægðastur með þessa plötu af öllum platna (Are You Experienced, Axis Bold As Love, Electric Layland) þeirra félaga í The Jimi Hendrix Experience.

Lagalistinn:
1. EXP (1:55)
2. UP FROM THE SKIES (2:55)
3. SPANISH CASTLE MAGIC (3:00)
4. WAIT UNTIL TOMORROW (3:00)
5. AIN'T NO TELLING (1:46)
6. LITTLE WING (2:24)
7. IF 6 WAS 9 (5:32)
8. YOU GOT ME FLOATIN (2:45)
9. CASTLES MADE OF SAND (2:46)
10. SHE´S SO FINE (2:37)
11. ONE RAINY WISH (3:40)
12. LITTLE MISS LOVER (2:20)
13. BOLD AS LOVE (4:09)

Opnunin á plötunni er EXP, EXP er bara Intróið í plötuna, það er enginn hljóðfæraleikur, einungis eitthver “óhljóð” og eitthvert uppsett viðtal þar sem Jimi Hendrix ljáir “Paul Carusoe” rödd sína og Mitch Mitchell trommuleikari ljáir “Spyrlinum” sína rödd. “Paul Carusoe” á að vera snillingur í Geimveru fræðum og “Kynnirinn” er að spyrja Mr.Carusoe eitthvað út í það allt saman. Svolítill húmor í þessu. En jæja, ég fer ekkert meira í það…
Fyrsta lagið er UP FROM THE SKIES, UP FROM THE SKIES er Jazz lag, Mitch trommuleikari spilar á bursta í því, sem gerir mjög gott fyrir lagið, en lagið sjálft er því miður frekar óspennandi og lítið sem gerist í því, en það er samt ekki hægt að segja að það sé slakt. Það er sami ryðminn út allt lagið, Jimi á þó nokkra góða spretti á gítarnum. Útkoman af UP FROM THE SKIES er einfaldlega að þetta er lakasta lagið á plötunni en það er þó alls ekki svo slæmt. Næst er komið af SPANISH CASTLE MAGIC sem er nefnt eftir þekktum Jazz klúbb, þetta er allt öðruvísi lag en UP FROM THE SKIES en þetta er kröftugt rokk lag, það er vel spilað af meðlimum bandsins. Lagið fjallar aðallega um bíl sem bassaleikari í hljómsveit með Jimi Hendrix átti. Bílinn átti semsagt að vera svo lélegur að hann drap á sér við annað hvert hús og að þeir voru alltaf verið svo lengi að ferðast á milli staða á bílnum. Lagið endar svo á gítarsólói frá Jimi sem er bara virkilega gott sóló, ekkert neikvætt um það að segja !
Fjórða lag plötunnar er svo hið vel þekkta WAIT UNTIL TOMORROW. Lagið byrjar á frábærum og grípandi gítarleik. Þetta er nokkuð grúvað lag. Mitch Mithell og Noel Redding syngja bakraddirnar í laginu og gera það bara vel. Niðurstöðurnar úr laginu eru þær að þetta er virkilega hresst og gott rokk lag.

AIN'T NO TELLIN er fimmta lagið. Ég var mjög lengi að hugsa hvað ég ætti að segja um það, í rauninni er ekki mikið fyrir mig að segja um lagið. Ég hef eiginlega aldrei náð að fíla þetta lag almennilega, það virðist vera svo eitthvað mikill flýtingur í laginu öllu saman enda er þetta styðsta lagið á plötunni. LITTLE WING er næsta lag og er það í allt öðrum ham en AIN'T NO TELLIN, LITTLE WING er kraftmikil ballaða vel spiluð af meðlimum bandsins lagið samdi og tileinkaði Jimi móður sinni sem lést þegar hann var barn. Það er sagt að LITTLE WING sé það lag sem hefur hvað oftast verið coverað… allavegana eitt af þeim, meðal þeirra sem hafa coverað lagið eru, Stevie Ray Vaughan, Metallica, Eric Clapton, Derek And The Dominos og margir fleiri. LITTLE WING er nokkuð blúsað lag, Jimi Hendrix sannar virkilega að hann sé einn af betri gítarleikurum allra tíma með þessu lagi að mínu mati. Þvílíkt lag, þvílíkur kraftur, þvílík spilamennska og skemmtun… já ég er að tala um IF 6 WAS 9 tvímælalaust eitt af betri lögum á plötunni ! IF 6 WAS 9 er lengsta lag plötunnar (5:32) það var samið af mestu þegar þeir voru bara að leika sér að spila eitthver stef, lagið er mjög mikið “sækadelikað” rokk lag. Maður tekur vel eftir bassanum í laginu sem er rosalega flottur (Jimi Hendrix spilar á bassann í laginu), Jimi syngur lagið af krafti. Jimi Hendrix spilir á Indverska flautu í örfáum pörtum í laginu stundum koma undarlegir bútar af þessum flautuleik og er það stundum fyndið þegar maður hugsar út í það samt sem áður bara mjög kúl !

YOU GOT ME FLOATIN er lag númer 8 og jafnframt fyrsta lagið á seinni hluta plötunnar (á Vínyl) Fínt lag hér á ferð alveg hreinræktað rokk lag með smá fönk ívafi… allavegana finnst mér það. Mitch Mitchell og Noel Redding syngja bakraddirnar í laginu eins og í WAIT UNTIL TOMORROW. Þess má geta að við tökur á YOU GOT ME FLOATIN spilar Jimi á gítarinn fyrir aftan bak og sömuleiðis líka í næsta lagi sem er CASTLES MADE OF SAND sem er mjög blúsað rokk og ról lag, gítar-sólóið í laginu er æðislegt en það er einmitt parturinn í laginu sem Jimi spilar á gítarinn fyrir aftan bak og hann syngur lagið einnig mjög vel. Næst er komið af eina laginu sem Jimi Hendrix samdi ekki á plötunni en það er SHE´S SO FINE en það er samið af bassaleikaranum Noel Redding hann samdi einnig eitt lag á fyrstu plötu sveitarinnar Little Miss Strange en mér finnst SHE'S SO FINE betra lag ég hef alltaf fílað þessi lög eftir Noel hann syngur einnig lagið hann er kannski ekki besti söngvari í heimi en hann er samt sem áður með eitthvern sjarma í söngnum. Áður en Noel gekk til liðs við The Jimi Hendrix Experience var hann gítarleikari í ýmsum böndum. Lagið sjálft er kraftmikið og skemmtilegar bakraddirnar í því ! Lag númer 11 er hið æðislega og eitt af betri lögum plötunnar ONE RAINY WISH það er nokkuð rólegt framan af svo er miðjukaflinn rokkaður, aftur rólegi kaflinn og svo endar lagið á rokkaða kaflanum. Gítarinn og söngurinn eru aðalatriðin í ONE RAINY WISH og eru þessi “aðahlutverk” lagsins mjög góð ! Söngurinn er góður og gítarleikurinn er sömuleiðis frábær ! Lagið er samt best litið á í heild sinni.

Næstsíðasta lag plötunnar er hið ótrúlega kúl lag LITTLE MISS LOVER en besti hluti lagsins byrjar þó ekki fyrr en á rúmlega fyrstu mínútu lagsins þá fer það í ham. Ótrúlega skemmtilegt gítarspil heldur laginu uppi og kraftmikill trommuleikur frá Mitch Mitchell. Síðasta lag feiki þéttrar og góðra plötu er titillagið " BOLD AS LOVE“ alveg tilvalið lag til að enda plötuna á, lagið á bæði sýnar rólegu hliðar og rokkuðu sem eiginlega lýsir bara plötunni í heild sinni. Það er æðislegt þegar þriðja mínútan er að byrja virðist lagið enda en í ”staðinn" kemur þessi æðislegi kafli örugglega minn uppáhaldss kafli á allri plötunni…einnar mínútna gítarsóló og þvílíkt sóló frábært að enda frábæra plötu á þessu lagi !
Útkoman; á heildina litið er þetta kraftmikil sækadelik (Psychedelic) rokk plata. Lögin sem standa upp úr að mínu mati eru “WAIT UNTIL TOMORROW” “LITTLE WING” “IF 6 WAS 9” & “BOLD AS LOVE”
Ofurmenni