Destroyer - Kiss Kiss - Destroyer

Svokallað “meistaraverk” Kiss. Destroyer var gefinn út 1976 og fékk Bob Ezrin það verkefni í hendurnar að leiðbeina og stjórna upptökum hjá Kiss. Eftir plötuna Alive!, sem var tónleikaplata, urðu Kiss vinsælli en nokkru sinni og Alive! seldist í hálfri milljón eintaka í Desember 1975. Alive! var fyrsta gullplatan sem Kiss fengu. Á Destroyer fékk Bob Ezrin að stjórna verkefninu alveg í gegn og hann gerði þá að stórstjörnum. Bob Ezrin var heldur ekki ánægður með nafnið Destroyer en Kiss heimtuðu það nafn.

Paul Stanley: Gítar og söngur
Gene Simmons: Bassi og söngur
Ace Frehley: Gítar og söngur
Peter Criss: Trommur og söngur

Detroit Rock City(Paul Stanley/Bob Ezrin)
Þetta er örugglega “The Kiss Signature Tune”, eða þekktasta lag Kiss. Þegar Paul Stanley var spurður hvaða lag væti besta byrjunarlag á tónleikum, sagði hann “Detroit Rock City” Lagið er með flottu gítarspili og flottu gítarsólói. Lagið byrjar með allskonar hljóðum og fljótt fattar maður að þetta á að vera ökumaðurinn sem deyr í endan á textanum. Í endan kemur lítið og flott trommusóló og svo endar lagið með “bílslysahljóði”. (9/10)

The King Of The Night Time World(Paul Stanley/Bob Ezrin/Mark Anthony/Kim Fowley)
Þetta lag er ekki eins rokkað og Detroit Rock City og er meira “catchy”. Paul Satnley syngur auðvitað lagið einsog í Detroit Rock City.(8/10)

God Of Thunder(Paul Stanley)
Paul var rosalega ánægður með lagið og það er enginn furða. Eitt besta lag plötunar. En Paul varð mjög spældur þegar Bob Ezrin sagði Gene Simmons að syngja lagið. Gene syngur lagið vel. Skræku raddirnar í bakgrunni er krakkarnir hans Bob Ezrin's.(10/10)

Great Expectations(Gene Simmons/Bob Ezrin)
Þetta er gott lag. Takið eftir kórnum í bakgrunni, textinn er líka skemmtilegur. Gene syngur lagið og gerir það vel.(8/10)

Flaming Youth(Gene Simmons/Paul Stanley/Ace Frehley/Bob Ezrin)
Lagið er nefnt eftir hljómsveit sem Kiss voru vanir að spila með áður en þeir urðu frægir. Lagið er gott og frekar hratt. Mjög taktfastur trommuleikur Peter Criss heldur laginu uppi. Paul syngur lagið. Gítarsólóið er líka nett.(8/10)

Sweet Pain(Gene Simmons)
Lagið syngur Gene Simmons og er lagið með skemmtilegur Riffi. Lagið er svona ágætlega hratt. Og svona til gamans, sé ég alltaf Ace Frehley fyrir mér vera að syngja lagið þegar ég heyri það. Sólóið er ágætt líka(7/10)

Shout It Out Loud(Gene Simmons/Paul Stanley/Bob Ezrin)
Með frægustu lögunum á plötuni. Þetta er líka frekar “catchy” og “poppað”, einsog King Of The Night Time World. Þetta, einsog sum Kiss lög, eru saminn undir poppáhrifum. Paul syngur aðalröddina.(9/10)

Beth(Peter Criss/Stan Penridge/Bob Ezrin)
Paul og Gene vildu ekki hafa þetta á plötuni. En svo komst í ljós að þessi ballaða var frægasta og stærsta lag plötunar. Beth kom Kiss á kortið í mörgum löndum. Peter Criss syngur lagið. Konan hans Peter's spurði hann í alvöru talað hver þessi “Beth” væri.

Do You Love Me(Kim Fowley/Bob Ezrin/Paul Stanley)
Er þetta lag tilraun Kiss til þess að verða rómantískir? Nei. Paul sagði “Do You Love Me? er ástarlag að vissu leyti, en okkur var sama um stelpur og ást. Við vorum ný orðnir stórstjörnur og vildum bara njóta okkar velgengni og frægðar sjálfir, Do You Love Me? hljómaði einsog góður titill á lag og við notuðum hann”. Lagið er mjög gott. Paul syngur það. Lagið byrjar með trommum og söng, svo koma gítar og bassi inn eftir fyrsta erindið, sniðugt hvernig þeir setja þetta upp.(10/10)

Svo endar platan með gítarspili sem er oft kallað Guitar Anthem. Í heildina gef ég plötuni einkunnina 8/10. Ég mæli stórleg með þessari plötu ef einhver vill kynna sér Kiss eða er Kiss aðdáandi og á ekki Destroyer.