AC/DC - Back In Black Back In Black er mest selda AC/DC platan af þeim öllum. Hún inniheldur smelli einsog Back In Black, Hells Bells, You Shook Me All Night Long og Shoot To Thrill. Hún er tileinkuð Bon Scott á allan hátt.

Meðlimir:
Brian Johnson(Söngur)
Angus Young(Aðalgítar)
Malcolm Young(2nd Gítar)
Cliff Williams(Bassi)
Phil Rudd(Trommur)

1. Hells Bells(9/10)
Í Stuttu máli sagt snilldar lag. lagið byrjar með bjölluslætti og svo kemur gítarinn inní. Í þessu lagi er gítarsóló í lagi. Gítarriffið er algjör snilld á allan hátt og lagið hefur þau áhrif á mann að maður vill heyra meira af plötuni.

2. Shoot To Thrill(8/10)
Fjörugt lag og skemmtilegt. Það flottasta við lagið er gítarinn, og hvernig bassinn spilast í takt við gítarinn.

3. What Do You Do For Money, Honey(7/10)
Fínt lag. Samt alls ekki það besta. Mér finnst millikaflin flottur. Svo er viðlagið líka hellvíti flott. Svo er líka flott gítarsóló í laginu, en á plötuni er samt hægt að finna flottari sóló á borð við Hells Bells og Back In Black.

4. Givin' The Dog A Bone(6/10)
Flott viðlag. Riffið í byrjunini, sem er samið af Young bræðrunum, er það sem fær mann til að vilja hlusta á lagið. Svo kemur þessi frábæra rokk rödd í Brian Johnson(sem mér finnst skrítið að ég sé ekki búinn að minnast á fyrr, því hann er snilldar rokksöngvari).

5. Let Me Put My Love Into You(6/10)
Sniðugt lag. Mér finnst flott hvernig þeir fara úr erindinu og í viðlaginu. Svo hvernig þeir fara úr viðlaginu og aftur í erindið. Svo kemur þetta klassa gítarsóló sem umturnar laginu.

6. Back In Black(10/10)
Snilldar lag! Hlustiði á hvernig það er uppbyggt. Lagið er uppbyggt á einu riffi, sem reyndar grípur mann um leið. Svo kemur viðlagið sem er líka klassa gott, nákvæmlega einsog gítarsólóið sem fylgir á eftir nokkrum versum.

7. You Shook Me All Night Long(10/10)
Snilldar lag í anda Bon Scott enda tileinkað honum einsog öll platan. Snilldar gítarsóló. Allt við þetta lag er snilld! Viðlagið og aðal erindið, allt rosalega flott.

8. Have A Drink On Me(8/10)
Lagið er nokkurn veginn fast við You Shook Me All Night Long, samt ekki alveg. Brian Johnson syngur þetta glæsilega og fer vel að þessu glæsilega lagi og hann er hetja þessa lags.

9. Shake A Leg(7/10)
Alveg ágætt lag, ekkert voða spes, en fínt fyrir það. Mér finnst þeir fara of hratt yfir þetta lag og ef það væri kannski rólegra myndi það kannski fá betri dóma frá mér. Þegar ég hlusta á það finnst mér einsog þeir séu að flýta sér.

10. Rock N Roll Ain't Noise Pollution(10/10)
Snilldar lag með skilaboð sem eru sko sönn. Byrjunar riffið er snilld og mjög grípandi á allan hátt, það byrjar frekar rólega en fer svo Brian Johnson að tala um að Rokk, sé ekki hávaði, heldur tónlist sme er mikið vit í og er ég hjartanlega sammála honum.

Í heildina fær platan 8/10. Þetta er snilldar plata fyrir AC/DC aðdáendur á öllum stigum.