Queen - The Game Nú ætla ég að gera plötudóm um uppáhalds Queen diskinn minn, The Game. The Game var gerður árið 1979-1980 og kom út árið 1980.

Queen Eru:
Freddie Mercury: Píanó og Söngur
Brian May: Gítar og Söngur
Roger Taylor: Trommur og Söngur
John Deacon: Bassi

Laglistin er svohljóðandi:
1. Play The Game
2. Dragon Attack
3. Another One Bites The Dust
4. Need Your Loving Tonight
5. Crazy Little Thing Called Love
6. Rock It(Prime Jive)
7. Don't Try Suicide
8. Sail Away Sweet Sister(To The Sister I Never Had)
9. Coming Soon
10. Save Me

1. Play The Game(Freddie Mercury)(7/10)
Lagið byrjar á einhverjum skrýtnum hljóðum þangað til Píanóleikur Freddie's byrjar á sam tíma og söngurinn. Það besta við lagið er skerandi gítarsóló Brian's. Og rétt fyrir sólóið kemur smá rokkaður partur sem lyftir laginu upp og maður heldur að lagið verði svoleiðis í gegn, en svo er ekki og gítarsóló Brian's byrjar. Glæsilegt og ófyrirsjáanlegt lag.

2. Dragon Attack(Brian May)(8/10)
Snilldar bassalína í byrjunini og hún kemur oft fyrir í laginu og lyftir því upp. Bassalínan sem fer upp og niður heldur laginu í formi í gegnum allt lagið, þó hún sé ekki sðiluð allan tíman. Lagið er líka bara flott allt í heildina. Trommunar passa mjög vel við og svo er textin einfaldur en snilldarlegur.

3. Another One Bites The Dust(Deacon)(8/10)
Ein besta bassalína sem ég hef heyrt. Gítarsóló lagsins er mjög skemmtilegt og lagið er allt gott í heildina. En eftir að hafa hlutað á það mjög oft verður það svolítið þreytandi. Samt mjög gott lag.

4. Need Your Loving Tonight(John Deacon)(10/10)
Mjög John Deacon-legt lag, og auðvitað eftir hann. Hann er án efa minn uppáhalds Queen meðlimur. Mér finnst þetta svo flott lag í alla kannta. Ég er mögulega búinn að ofhlusta þennan disk, en hann hljómar alltaf jafn vel, og það sama má segja með alla Queen disk sem ég hef heyrt. Gítarinn er mjög grípandi í þessu lagi og viðlagið mjög flott.

5. Crazy Little Thing Called Love(Freddie Mercury)(9/10)
úúúúúú´, Ég elska þetta lag. Þetta er pottþétt lag sem grípur alla. Gítarsólóið er flott og einn stolinn partur. Bassaleikurinn og Gítarleikurinn eru það sem láta lagið renna mjög flott saman. Og þess má til gamans geta að vídeóið er snilld.

6. Rock It(Prime Jive)(Roger Taylor)(9/10)
Lagið byrjar mjög rólega og verður svo mjög rokkað. Freddie-parturinn eða Rock It parturinn er mjög rólegur, eða kannski ekki mjög, en hann er samt frekar rólegur. Svo byrjar Roger-parturinn eða Prime Jive, sem Roger Taylor syngur sjálfur og er hraður og skemmtilegur. Roger er líka með mjög hása og góða rokkrödd sem passar akkurat við þetta lag og bakraddirnar sem syngja alltaf “We Want Some Prime Jive” koma manni léttilega í stuð.

7. Don't Try Sucide(Freddie Mercury)(6/10)
Get ekki sagt að Freddie hafilagt mikla vinnu í þetta lag, sem er ekkert voðalega varið í. Með slöppustu lögunum á plötunum. En samt ekki þa hræðilegt, og það er náttúrulega þannig að öll lögin eru góð á henni. Samt er grípandi bassi í laginu.

8. Sail Away Sweet Sister(To The Sister I Never Had)(Brian May)(10/10)
Eitt af tvem lögunum sem ég gef 10. þetta er einfaldlega besta lag plötunar. Brian syngur aðalröddina og Freddie kemur svo og syngur smá part. Bara snilldar flott og gott lag í alla kannta, þarsem gítarleikurinn er uppá sitt besta og sömuleiðis allt um lagið. Allt gott og blessað við þetta lag.

9. Coming Soon(Roger Taylor)(6/10)
Skemmtilega skemmtilegt lag sem kemur manni í stuð, en samt ekkert sérstaklega vönduð tónsmíði. Þetta er svona frekar “ó-Roger-legt” lag.

10. Save Me(Brian May)(9/10)
Snilldar lag sem verður mjög kröftugt þegar viðlagið kemur og svo er líka snilldar gítarsóló í laginu. Píanóspilið er líka mjög gott.