Pink Floyd – Obscured by clouds

Árið 1972 fengu Pink Floyd það verkefni að gera tónlist fyrir kvikmyndina La Vallée í leikstórns Barbet Schroeder. Seinna sama ár kom út Obscured by clouds sem er soaundtreak-ið úr myndinni. Platan kom út 1972, ári áður en mestaraverkið The dark side of the moon kom út. Platan er mjög ólík því sem að þeir höfðu áður verið að gera.

Áhrifin sem að Syd Barrett hafði á hljómsveitina eru nánast horfin og eru engin sýrukennd-lög á plötunnu og loksins fá áheyrendur að heyra einhvern vott af heilsteyptri laglínu. Já, ég veit að þarna eru einhverjir sem fíla ekki þetta komment mitt því þeir halda allveg rosalega mikið upp á Sid en mér finnst bara kallinn búinn að fá of mikla athygli.

En hér kemur plötudómurinn, ég ætla ekkert að vera að fræða fólk neitt sérstaklega um lögin bara seigja mitt álit á lögunum. Og vinsamlegast engin skítköst.

Obscured by clouds - Waters, Gilmour
Lagið er instrumental og á Gilmour stóran þátt í laginu. Þó að mér finnist þetta lag ekkert stórkostlegt er það samt sem áður hið fínasta opnunarlag.

When your in - Mason, Gilmour, Waters, Wrigt
Instrumental lag sem er hratt og vel hressandi. Magnaður hljómflutningur frá fjórum klassa tónlistarmönnum. Þetta lag ætti að geta kætt hvern sem er.

Burning Bridges – Waters, Wright
Verulega fallegt lag. Lagið er sungið af Gilmour og Wrigt og eiga þeir báðir skilið hrós fyrir þennan fagra hljómflutning.Textinn er ljóðrænn og draumkenndur og virkilega flottur. Með betri lögum með sveitinn.

The gold it´s in the… – Waters, Gilmour
Hratt lag og hressandi. Ekki mjög Pink Floyd-legt lag. David Gilmour syngur og alltaf hef ég það á tilfiningunni að það sé bara svona “lead-singer” að syngja lagið sem er aðal númerið hjá plötunni og gítarleikarinn sé bara svona ekkert frægur gutti. Sennileg af því að hljóðfærin er eiginlega í bakgrunn og allt lagið sníst út á sönginn, en samt er textinn ekkert geysilega flottur. Sem sagt er þetta gott lag sem rífur upp stemninguna eftir lögin á undan sem eru í rólegri kanntinum.

Wot´s…uh the deal – Waters, Gilmour
Textinn er léttur og flottur en kassagítarsspilið er allveg rosalega flott. Gilmour og Wright taka líka sitthvort sólóið sem eru ekki af verri endanum. Þetta er frábært lag sem reyndar þarf að hlusta svolítið á, sumum gæti þótt það frekar einhæft við fyrstu hlustun.

Mudmen – Wright, Gilmour
Lagið byrjar rólega og fyrsta eina og hálfa mínútan er rólega en þar spilar Wright þónokkuð niðurdrepandi tóna og Mason er bara takturinn. En svo kemur Gifurlegt sóló frá Meistara David Gilmour. Persónulega finnst mér þetta besta instrumental Pink Floyd lagið.

Childhood´s end - Gilmour
Lagið byrjar allveg rosalega líkt byrjuninni í “Time” af Meistaraverkinu “The Dark side of the moon”. En þetta lag á Gilmour allveg sjálfur og allt við lagið er frekar “töff”. Samt finnst mér svolítið leiðinlegt að það eru ekki margir sem fíla þessa plötu en þeir sem þekkja eitthvað lítið til hennar tala svo oft um þetta lag, “Childhood´s end” en Gilmour er búinn að standa sig betur í flestum hinum lögunum finnst mér.

Free four – Waters
Voða jolly lag smaið af Waters sem syngur allveg æðisleg í laginu en kassagítarinn og slagverkin hjá Mason eru líka flott. Skemmtilegt lag en ekki kannski vandaðast tónsmíðin á plötunni.

Stay - Mason, Gilmour, Waters, Wright
Rólegt lag en það verður hraðara í “viðlaginu”, mér finnst það flottara rólegt. En gítarinn hjá Gilmour minnir mig rosalega á Reggí (“Stir it up” – Bob Marley er frábært dæmi) en þetta er öðruvísi lag og góður texti.

Absolutely curtains - Mason, Gilmour, Waters, Wright
Jæja, þetta er seinasta lagið og líka það slakasta. Lagið er Instrumental fyrir utan það að í seinustu tvemur mínútunum má heyra í einhverri athöfn hjá Afrískum ættbálki, það er samt voða töff, þá heyrist í einhverjum töfralækni raula eitthvað á óskiljanlegri tungu og kór barna og kvenna .


Platan er allveg hreint frábær en hefur vakið litla athygli því miður.
En ég gef plötunni 4 stjörnur af 5 mögulegum.