Pink Floyd The Wall part II

Komiði sæl og blessuð ég hef lofað þessum seinni hluta aðeins of lengi en hér kemur hann 1, 2, og nú

Hey You
Svakasmellur að bestu gerð sem ég hlustaði mikið á þegar ég var að kynnast þessum disk og fílaði alveg í botn. Hér er Pink vinur okkar að biðja um hjálp sem gengur ekkert sérstaklega vel. Setningin sem mér finnst flottust í þessu lagi er ,, Hey you out there on the road always doing what you’re told can you help me” töff setning.
Eink: 9 af 10

Is There Anybody Out There
Skrýtið lag sem ég hló að þegar ég heyrði það fyrst en með tímanum varð það alveg magnað flottur kassagítar endir. Þetta lag er flott en bara allt of stutt.
Eink: 8,5 af 10

Nobody Home
Þetta lag er flott. Það fjallar um að Pink er að reyna að hringja í eiginkonuna sína en alltaf tekur maður upp tólið og leggur á og Pink verður sár. Þetta gerðist ekki fyrir Roger Waters og eiginlega ekkert í þessari mynd nema æska Pink. En fyrir Roger gerðist mjög svipaður hlutur. Hann hringdi heim og konan hans svaraði og tilkynnti að hún hefði fundið annann mann sem hún elskaði og Roger “reyndi” að samgleðjast henni. Flott lag tónlistin skemmtilgen
Eink: 9 af 10

Vera
Lag sem ég hef einhvern vegin ekki alveg fílað á þessum disk og skipti oftast yfir það. Ég veit heldur ekki um hvað það fjallar. Ef einhver veit um hvað það fjallar endilega segja mér. Þetta lag er bara fínt.
Eink: 6 af 10

Bring The Boys Back Home
Vá þetta er töff og lifandi sönnun þess að Pink Floyd séu snillingar. Mjög flott á tónleikunum The Wall live in Berlin með Roger Waters þar sem alveg miljón trommara eru á sviðinu. Þetta fjallar um þegar allir Pabbarnir eru að koma heim úr Seinni-Heimstyrjöldinni nema Pabbi Pink og þá verðu Pink einmanna. Endar mjög töff rugli sem endar með mjög töff ,,Is there anybody out there !!!.”
Eink: 9 af 10

Comfortably Numb
1 2 og Vááááá þetta er næstbesta lagið á plötunni og er allveg magnað. Kveikjan að þessu lagi var þegar Roger Water fékk hræðilegt magakast rétt fyrir tónleika og inn kemur læknirinn og gefur honum lyf. En þetta lyf reyndist vera róandi pilla. ,,Just to lift my finger to play the bass was like lifting a 200 pond rock.” Þetta lag endar svo á sólói sem er eitt flottasta sóló í heimi flottara en Stairway To Heaven sólóið :D. Flottur undir leikur í þessu gerir það space-að á köflum og moll-að á köflum.
Eink: 9,9 af 10

The Show Must Go On
Skemmtilegt lag sem er þægilegt að hlusta á lít alltaf á það sem týnda endirinn á Comfortably Numb. Ekkert meira.
Eink: 8 af 10

In The Flesh (live útgáfa)
Flottari en fyrra In The Flesh lagið lengri texti þar sem Pink lætur henda hommum og svörtum mönnum út af “tónleikum” hjá sér og byrjar þriðja hlið á þessari frábæru plötu eða “misnotkun valds” hlutinn. Þar öðlast Pink þæginlega mikil völd en notar þau illa, eða á vondann hátt.
Eink: 9,5 af 10

Run Like Hell
Byrja á töff delay gítar-riffi sem er einkennandi á þessari plötu. Ég hef ekki hlustað mikið á það en þegar ég kem að því skipti ég ekki yfir það. Hér er Pink kominn með völdin góðu og marga menn sem styðja sig og í þessu lagi eru þeir að seigja publicinum að það er eins gott að hlaupa frá þeim. Eitt mjög óþæginlegt atriði í myndinni þar sem fólk er að “gera það” í bíl og “The Skinheads”(vondu fylgimenn Pink) koma henda manninum út og nauðga konuni. Þar fannst mér kvikmyndin fara yfir strikið.
Eink: 7 af 10

Waiting For The Worms
Uppáhalds lagið mitt á þessari plötu. Þetta er bara svo sýrt lag. Byrjar ooooooooo OOOOOOO eitthvað á þá leið svo þungur partur o.f.l. í þessu lagi er Pink að leita fylgdamanna (held ég). Einstaklega skemmtilegt að spila það á gítar kvet alla gítarleikara sem lesa þetta til að prófa það. Kemur á óvart.
Eink 10 af 10

Stop
Flott lag aðeins spilað á píanó og söngur hjá Rogernum um að Pink sé orðinn þreyttur á öllu ruglinu í kring um hann og langar að fara heim.
Eink: 8 af 10

The Trial
Þetta lag er mjög frábrugðið stíl plötunar og kemur manni á opna skjöldu. Þetta fjallar um réttarhöldin um líf Pink þar sem Kona hans og mamma hans og fleiri bera vitni gegn honum í þessu skrýtna máli. Og svo tekur dómarinn til máls og skipar að veggurinn (The Wall) verði rifinn niður. Flott lag iens og teiknimyndarlag enda er teiknimynd undir þessu lagi í myndinni, og dómarinn er einn stór rass hehe. Skemmtilegt áhlustunar.
Eink: 9,5 af 10

Outside The Wall
Síðasta lag þessarar geysimögnuðu plötu. Það er rólegt og textinn eiginlega talaður. Í kvikmyndinni eru myndir af litlum krökkum að taka saman eftir mikil læti kvöldið áður. Roger segir að þetta sé byrjun nýrrar kynslóðar sem kýs ekki að rústa öllu í kring um sig og lemja lögguna heldur taka til og eru löghlýðin. Skemmtilegt lag sem endar alveg eins og In The Flesh byrjaði.
Eink: 9 af 10



Vissuð þið??:

The Wall skiptist í 3 hluta ,1 Biography um Roger Waters,2 Syd Barret að missa sig í geðveiki, 3 Misnotkun valds 1,2,3 = The Wall

Aðalpersónan Pink heitir fullu nafni Pink Floyd
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox