Sgt. Peppers albúmið kom út árið 1967 og var besta albúm The Beatles til þessa. Platan hefur ávallt verið talinn besta plata The Beatles og stundum besta plata allra tíma, en það er skipt um bestu plötu allra tíma á tveggja vikna fresti svo að hún er það ekki lengur, samt mjög góð.

Fyrsta lagið heitir Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band og er fínasta lag og bassinn er mjög góður. Paul syngur lagið. Millikaflin er samt flottastur að mínu mati. Svo kemur With A Little Help From My Friends, sem Ringo syngur. Lagið er skemmtilegt og Joe Cocker tók þaðá Woodstock 1969. Þetta er eina lagið sem Ringo syngur á plötuni, mér finnst Ringo standa sig frekar vel.

Næsta lag er sýrulega lagið Lucy In The Sky With Diamonds, margir halda að Lucy, Sky og Diamonds eigi að vera LSD, en þetta er í raun og veru byggt á teikningu eftir son John's, Julian. Julian hafði teiknað þessa teikningu á leikskólanum. En lagið er náttúrulega mjög sýrulegt en mjög flott. Ja, eithvað af lögunum á Sgt. Peppers er sýrurokk. Lucy In The Sky er samt mjög flott lag.

Getting Better er mjög skemmtilegt og flottar bakraddir í laginu. Svo finnst mér textin flottur líka, en fyrst og fremst eru það laglínan og bakraddirnar sem mér finnst bestar. Næsta lag er Fixing A Hole og það var líka talið vera um eiturlyf en það var það ekki. Fólk vildi meina að þetta væri um holu eftir eiturlyfja sprautu, en þetta var um nýja sveitabýlið hans Paul's og það lak. Paul var að gera við holunar á þakinu og þá datt honum í hug að semja lag um þetta. Lagið er í rólegri kantinum, reyndar hraðast það upp á sumum pörtum og þetta er mjög bítlalegt lag.

Næsta lag er með þeim flottustu á plötuni, She's Leaving Home og er um að unglingar á þessum tíma struku einfaldlega að heiman þegar þau vildu ekki vera hjá forledrunum. En lagið er svo flott og þá sérstaklega viðlagið sem er sungið af John og Paul. Næsta lag er Being The Benifit Of Mr. Kite! og það var John sem samdi það við píanóið sitt eftir að hafa keypt gamalt sirkusplakat og hengt það upp fyrir ofan píanóið sitt, John sagði að hann vildi að fólkið finni lyktina að saginu á sirkusgólfinu þegar það hlustar á lagið. Lagið er annars mjög fínt og skemmtilegur texti.

Within You Without er næsta lag og er eftir George. George samdi lagið eftir samtal við vin Beatles Klaus Voorman ef ég man rétt. Mér finnst það sísta lag plötunar og ekkert það flott, ég er aldrei mikið fyrir svona sítarspil. En textin er hinsvegar skondin, hlustið á hann.
Næsta lag er lag sem Paul samdi þegar hann var 16 ára eða eithvað álíka, When I'm Sixty-Four, Þar er Paul að gefa í skyn hvað hann er hræddur við að verða gamall og bað George Martin um að láta röddina hans hljóma einsog hann væri mikið yngri þegar hann söng þetta. Annars er lagið mjög skemmtilegt og gaman að hlusta á það.

Lovely Rita er um myndarlegan stöðumælavörð sem hann sá rétt fyrir áreksturinn sem Paul lenti í og fékk fólk til að halda að hann væri dauður. Lagið er fyndið á sumum pörtum og mjög flott á öðrum pörtum. Good Morning, Good Morning er besta lagið, textalega séð, á plötuni. Textin er frábær! Lagið er líka mjög gott.
Svo kemur endurgerðin á Sgt. Peppers laginu nema nú er bandið að kveðja. Svo kemur að flottasta lagi plötunar og því dularfullasta A Day In The Life. Lagið er flott og vel gert. Það er Ringo sem spilar á orgelið. Allur textin er unnin úr fyrirsögnum úr morgunblaði. Svo kemur þessi rosalega ferð með kilikkuðum hljóðfærum og svo kemur parturinn sem Paul syngur. Ef beðið ernógu lengi með diskinn í drifinu kemur að einhverri hljóðblöndu með Bítlunum að syngja.

Ég gef plötuni í heildina 9/10.