Smile er sólóplata með Brian Wilson og hún kom út á seinasta ári, semsagt 2004. Platan var í 30 ár í vinnslu og það segir sína sögu, sem ég nenni ekki að segja. Það var byrjað á Smile 1967 til þess að keppa við Beatles, ætlunin var að gera Smile að Beach Boys plötu en það var sólóplata Brian's, þetta segir allt sína sögu og þá mæli ég með myndini Brian Wilson's Smile. Disknum er skipt æi þrjá parta og ég tek hvern part fyrir sig.

Partur I
Our Prayer/Gee er fyrsta lag plötunar og er frábært opnunarlag. Það er nokkurn veginn frekar stutt. Næsta lag er svo Heroes And Villains sem er mitt uppáhaldslag plötunar, það er fjörugt í byrjun og í viðlagi en verður svo rólegt og aftur fjörugt þegar viðlagið kemur aftur. Roll Plymoth Rock er, ja, mjög gott og það er ekkert meira um það að segja. Barnyard er svo það næsta og það er í svona stíl einsog Roll Plymoth Rock. Svo kemur Old Master Painter/You Are My Sunshine sem er gamla góða “You are my sunshine, My only sunshine” nema bara í meiri rólegri og sýrilegri stíl.
Cabin Essence er í sama stíl og You Are My Sunshine. Lagið er reyndar í svokölluðum Smile stíl, því að mörg lög eru í þessum stíl á plötuni, mjög gott lag.

Partur II
Fyrsta lag í parti tvö er mjög flott og rólegt lag sem heitir Wonderful. Laglínan er mjög gríðandi og flott. Song For Children er með síðri lögunum á plötuni. samt koma grípandi stef inní lagið einsog stefið úr Good Vibrations. Það er í Smile stíl, sem er mjög flottur stíll, svo ég segi það núna. Child Is The Father Of The Man er svo næsta lag Parts númer II, það er rólegt en fer svo í smá Beach Boys stíl þegar viðlagið kemur,mjög fínt. Svo kemur mjög fallegur píanóleikur í endan á laginu. Svo kemur lagið sem kom fyrst fram á Smile, nei, ekki Good Vibration's heldur lagið sem Brian Wilson spilaði í sjónvarpsútsendingu rétt fyrir smáskífuna Good Vibrations, lagið heitir Surf's Up og er mjög fallegt lag.

Partur III
Fyrsta lag parts III er í þrem pörtum og heitir I'm In A Great Shape/I Wanna Be Around/Workshop. I'm In A Great Shape er lag sem verður fjörugara og fjörugara með tímanum þangað til rólega I Wanna Be Around kemur strax í lagið, það er mjög vel gert. I Wanna BE Around festist við Workshop.
Vega-Tables er skemmtilega fjörugt lag í glaðlegum stíl, með svona smjatthjóðum í bakgrunni. Næsta lag er On A Holiday, það byrjar með smá grípandi Píanó en verður svo aðeins þyngra en þetta grípandi létta píanó. Það er mjög flott hvernig öll þessi hljóðfæri passa öll inní. Síðan kemur létta píanóið aftur og þa´er sungin mjög grípandi laglína.
Wind Chimes er með sama takt í bakgrunni, frekar lengi, en laglínan er grípandi, sem er gott. Næsta lag er örugglega eftirminnilegasta lag plötunar Mrs. O' Leary's Cow, það er klifrað fram og aftur tónstigan í því lagi. Lagið getur verið “scary” ef maður spilar það í myrkru herbergi.
In Blue Hawaii er lag sem, eisnog önnur, byrja rólega en þegar viðlagið kemur verður það fjörugt. Næsta lag er klassíska Beach Boys lagið Good Vibrations, bara með aðeins örðum texta. Lagið er eigilega nákvæmalega einsog gamla og það er mjög flott þetta lag.

Í Heildina fær platan 10/10, ég get ekki gefið henni annað. Ekki eitt einasta slappt lag, náttðurulega eru sum lög síðri en önnur, en öll eru þau góð. Þetta er algjört meistarastykki og snilldar tónverk!