Led Zeppelin - Physical Graffiti [1975] Led Zeppelin - Physical Graffiti [1975]

Þessi tvöfalda plata var gefin út árið 1975, eftir tveggja ára hlé, af Swan Song, plötufyrirtækisins sem Led Zeppelin stofnaði. PG var fyrsta plata þess.

——–

Lagalisti:

Diskur 1:

1. Custard Pie [4:13]
2. The Rover [5:36]
3. In My Time Of Dying [11:04]
4. Houses Of The Holy [4:01]
5. Trampled Under Foot [5:55]
6. Kashmir [8:31]

Diskur 2:

1. In The Light [8:44]
2. Bron-Yr-Aur [2:06]
3. Down By The Seaside [5:14]
4. Ten Years Gone [6:31]
5. Night Flight [3:36]
6. The Wanton Song [4:06]
7. Boogie With Stu [3:51]
8. Black Country Woman [4:24]
9. Sick Again [4:43]

——–

Diskur 1

1. Custard Pie
Fjörugt lag til að byrja diskinn. Miklir effectar og munnhörpuleikur.
7/10

2. The Rover
Mjög flottur trommuleikur. Flott riff og solo sem snertir mann á hjartastað. Vel saminn texti.
9/10

3. In My Time Of Dying
Mesta gítar-slide lag sem ég hef heyrt. Tryllt gítar solo og þéttur trommuleikur.
9/10

4. Houses Of The Holy
Álíka lag og Custard Pie með miklum effectum. Ágætis lag.
7/10

5. Trampled Under Foot
Traðkaður undir fót. Mjög skondinn texti í þessu lagi, fjallar um bíl? Annars er þetta geðveikislega jolly lag með geggjuðu hljómborðs og gítarspili.
9/10

6. Kashmir
Þetta er lag sem allir kannast við, þá meina ég allir. Undursamleg riff og melólíur, Frábær söngur og texti og snilldar taktar hjá Bonham.
10/10

——–

Diskur 2

1. In The Light
Jones Spilar eins og engill, eins og sagt er, á hljómborð í þessu lagi. Indislegar melodíur og gífurlega flott riff.
9/10

2. Bron-Yr-Aur
Þarna er Page einn að spila á kassagítar. Lagið var samið um bæinn Bron-Yr-Aur í wales (þó ekkert líkt laginu Bron-Y-Aur Stomp). Sérstaklega fallegt og alveg einstakt, maður á aldrei eftir að heyra annað eins.
8/10

3. Down By The Seaside
Rólegt lag um sjóinn. Lagið nær ákveðnu hámarki um miðbik þess þegar allt í einu byrjar allt öðruvísi og hraðara riff með soloi sem varir í c.a. eina mínútu. Síðan kemur smá viðlag sem blandast rólega við upphaflegu melodíuna. Það flottasta við lagið er miðkaflinn.
7/10

4. Ten Years Gone
Inniheldur snilldar gítarspil. Eitt af bestu Led Zeppelin lögunum. (Gets better every ten years)
10/10

5. Night Flight
Ekkert sérstakt lag. Með svolitlum blús fíling. Gengur upp ef maður er í réttum fíling.
5/10

6. The Wanton Song
Mjög skemmtilegt og hresst lag með snilldarlega jolly viðlögum.
7/10

7. Boogie With Stu
Mjög blúsað lag, spilað með kassagítar, píanó, og eitthvað skrítið slagverk (og klapp?). Slappasta lagið á disknum.
4/10

8. Black Country Woman
Annað kassagítarlag (auk mandolíns) tekið upp utandyra. Kröftugar trommuleikur og flott munnhörpuspil. Þónokkuð betra en Boogie with stu.
6/10

9. Sick Again
Þyngsta lagið á diski tvö. Gott til að enda diskinn…
8/10

——–


Lögunum er skipt þannig að á disk eitt eru svona þyngri lög en á disk tvö eru þau aðeins léttari. Að mínu mati er þetta besti diskur Led Zepplin þó að það leynist nokkur “slök” lög á honum. Ein besta tvöfalda plata sem hefur verið gerð. Vona að þessi grein veki einhvern áhuga á þessu meistaraverki.

Heildareinkunn: 9/10

Njótið vel…