The Beatles - Beatles For Sale (1964) Árið 1964 biðu nokkrir sveittir unglingar eftir nýrri breiðskífu frá uppáhalds hljómsveitinni sinni The Beatles! Það var mikils vænt eftir sándtrakkið úr A Hard Days Night kvikmyndinni. Platan Beatles For Sale kom þá út, kölluð Beatles ’65 í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Beatles For Sale byrjar á hinu sniðuga lagi “No Reply”. Lagið er eftir þá félaga John Lennon og Paul McCartney, Lennon átti þó mestan hlut í laginu, sem söng það einnig.

Næsta lag plötunnar ber nafnið “I’m A Loser”. Takturinn í því er mjög sérstakur, að hætti Richards nokkurs Starkey, sem flestir þekkja þó sem Ringo Starr. Lagið er eftir þá Lennon og McCartney. “Baby’s In Black” er líklegast um einhvern kvenmann sem gengur alltaf í svörtum fötum. Að mínu mati hljómar þetta lag ekki vel fyrrenn eftir nokkrar hlustanir, ég þoldi það allavegna ekki þegar ég heyrði það fyrst.

Næst kemur hið fræga þriggja-gripa Chuck Berry lag, “Rock And Roll Music”. Að mínu mati er þetta gott lag og bara ágætis cover, þó svo að það slái ekki Berry við. Textinn í þessu lagi er guðdómlegur, en röddin í Lennon passar alls ekki við þetta lag. “I’ll Follow The Sun” er hinsvegar betra lag og stendur frammúr af plötunni. Langbesta Bítlalagið á fyrri árum. Lagið byggist upp á kassagítarspili og skemmtilegum takti. Textinn gæti verið betri, en hann er ágætur svona.

Næsta lag er lagið Mr. Moonlight. Þetta er cover lag, einhver Enotris Johnson samdi það víst. Mér hefur ekki tekist að grafa upp hver það er, John öskrar af fullum krafti þarna í byrjun. Lagið er í sjálfu sér ekkert sérstakt, satt að segja er það hundleiðinlegt á köflum, en leiðinlegra er lagið “Kansas City/Hey, Hey, Hey” sem kemur á eftir því. Þetta er týpískt Early Beatles lag, alveg hundleiðinlegt satt að segja og fleira þarf ekki að segja.

En snúum okkur að betri lögum, “Eight Days A Week” er næsta lag og maður fyrirgefur þessi tvö leiðinlegu þegar maður er búinn að spóla yfir á þetta lag. Þetta er engin stórkostleg tónsmíð miðað við önnur lög Bítlana, en eins og Ringo bíður uppá er þetta góður taktur. Lagið komst strax í fyrsta sætið í Bandaríkjum Norður-Ameríku og var þar í friði í nokkrar vikur. Næsta lag er vinsælt Buddy Holly lag að nafni “Words Of Love”. Skemmtilegt cover hjá þeim, langbesta coverlagið á plötunni allavegna. “Honey Dont” er fyrra Carl Perkins coverið á plötunni, sungið af Ringo Starr. Besta coverið á plötunni fyrir utan fyrra lagið.

“Every Little Thing” er samið og sungið af Lennon og McCartney. Sá síðarnefndi er eitthvað að hamra á Píanó í þessu lagi sem kemur nokkuð vel út barasta, flott lag. Þarf ekkert að segja meira um það. “I Dont Want To Spoil The Party” er næsta lag. Ringo er að leika sér með tambúrínu í þessu lagi, sem er nokkuð sniðugt. Þetta er létt og skemmtilegt lag sem er þægilegt að hlusta á.

“What Your Doing” er næst síðasta lag plötunnar. Sungið af Paul McCartney með John Lennon í bakröddum, auk þess að vera samið af þeim. Einnig má nefna má nefna að píanistinn í þessu lagi er enginn annar en George Martin. “Everybody’s Trying To Be My Baby” er annað Carl Perkins coverið á plötunni, sungið af ofurmenninu, gítaristanum, bítilinum og kvennagullinu George Harrison. John Lennon var líka að fíflast með tambúrínu í þessu lagi, mjög svo hressandi.

Beatles For Sale, annaðhvort hataru hana eða elskar hana. Platan er blanda af mögnuðum tónum og hörmung. Það má þó afsaka það með því að einu leiðinlegu lögin eru cover. Platan fær 7,5 í heildareinkunn.

verwex