Led Zeppelin - Presence [1976] Led Zeppelin - Presence [1976]

Led Zeppelin platan Presence [1976] er plata sem lítið hefur verið talað um og þess vegna ætla ég að skrifa smá dóm um hana, mér sjálfum og öðrum til fróðleiks.
Platan hefur alveg fallið í skugga risans Physical Graffiti [1975] sem kom út ári áður. Presence er líklega vanmetnasta platan þeirra þótt það séu nokkur meistara verk á henni.

Lagalisti:

1. Achilles Last Stand [10:25]
2. For Your Life [6:24]
3. Royal Orleans [2:59]
4. Nobody's Fault But Mine [6:16]
5. Candy Store Rock [4:11]
6. Hots On For Nowhere [4:44]
7. Tea For One [9:26]



1. Achilles Last Stand
Eitt af mínum uppáhalds LZ lögum. Fyrst þegar ég heyrði það var ég alveg dolfallinn af soloinu, alveg yndislegt, líklega það besta á eftir Stairway to Heaven ef ekki betra. Lag þar sem allir hljómsveitameðlimir sameina krafta sína í eitt. Lang besta lag plötunar.
10/10

2. For Your Life
Skemmtilegt rokk lag með hressandi solo.
7/10

3. Royal Orleans
Jolly lag, en með þeim slakari á plötunni. Fjallar um þegar Jones var með klæðskiptingi í New Orleans.
5/10

4. Nobody's Fault But Mine
Gamalt blues lag eftir Blind Willie Johnson með mjög skemmtilegu rokk boosti og munnhörpuleik. Eitt af meistaraverkum plötunnar. Fjallar aðalega um að selja Satani sál sína.
8/10

5. Candy Store Rock
Lag sem hljómar eins og gamlt rokk'n'roll lag frá ‘50s. Ekkert sérstakt lag.
6/10

6. Hots On For Nowhere
Skemmtileg gítar riff sem kemur manni í stuð.
7/10

7. Tea For One
Fallegt lag með miklum blues fíling, ólíkt öðrum lögum á plötnnni. Minnir mjög á Since I’ve been loving you. Mjög vanmetið lag, eitt af þeim bestu á plötunni.
9/10



Að lokum:

Fín plata og alveg þess virði að fá sér ef maður er LZ áhugamaður. Hún einkennist aðalega af miklum gítar overlayum og þyngri gítarleik hjá Page en á fyrri plötum og miklum krafti í Bonham. Jones “leggur algerlega frá sér” orgelið og tekur upp bassann fyrir þessa plötu, ólíkt þeirri á undan. Mjög kraftmiklar bassa línur. En söngurinn er ekkert spes enda var Plant ennþá að jafna sig eftir bílslys þegar hún var tekin upp. Og á þessum árum voru flestir meðlimirnir á mikilli sýru neyslu sem hugsanlega höfðu einhver áhrif á plötuna. Að mínu mati verður hún alltaf betri og betri eftir því sem maður hlustar oftar á hana. Einkunnargjöf er kannski of há eða lág? En eins og vitur maður sagði þá má ekki gefa of mikið af hæstu einkunn annars fer hæsta enkuninn að verða ómerkilegri.
Heildareinkunn miðuð við allar hinar LZ plöturnar: 6/10