The Beatles - Magical Mystery Tour Árið 1967 eftir andlát Brian Epstein umboðsmans þeirra stakk Paul uppá að búa til kvikmynd. Kom stuttu seinna út 3. bítlamyndin sem hét Magical Mystery Tour og fjallaði um Bítlana á rútuferðalagi um Bretland. Auðvitað var tónlist í myndinni og hún var auðvitað gefin út á plötu. Titillag kvikmyndarinnar, Magical Mystery Tour, er samið af Paul McCartney, sem átti upphaflega hugmyndina af myndinni. Lagið er stutt og gott til hlustunar.

Næsta lag plötunnar heitir Fool on the hill. Lagið er samið og sungið af Paul McCartney. Þetta er eitt af þessum týpísku McCartney lögum, ólíkt verkja hinna bítlana og með langar melódíur. Lagið inniheldur náttúrulega rödd McCartney og fallegan flautuleik sem passar vel inní lagið. Næsta lag er fallegt instrumental lag að nafni Flying. Í kvikmyndinni þá eru þeir að fljúga yfir Ísland, þótt ótrúlegt sé og breyta fjöllin um lit stöku sinnum. Greinilegt að það sé hægt að kalla bítlana Íslandsvini.

Fjórða lag plötunnar er draugalegt lag að nafni Blue Jay Way. Textinn er eftir George Harrison heitinn og syngur hann lagið dásamlega. Þegar hlustað er á lagið þá furðar maður sig að það hafi verið hægt að taka þetta upp við svona frumstæðar aðstæður, eins og á við um fleiri bítlalög á borð við A Day In the Life á Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Svo er komið að lagi sem heitir Your Mother Should Know, þetta er næst síðasta lagið í kvikmyndinni og dansa bítlarnir við það í hvítum jakkafötum. Þetta lag er aðeins öðruvísi en önnur lög á plötunni, svona alvarlegra lag má segja. Ekkert verra, bara öðruvísi.

Næst kemur besta lag plötunnar, I am the Walrus. Textinn er eftir John Lennon og lagið líka, en hann George Martin hafi komið þónokkuð nálægt því. Lagið fjallar um John sem er rostungur og eggmaður og að þeir séu eggmen. Textinn er mjög mikil pæling hjá honum og mig grunar að einhverskonar skynörvandi lyf hafi komið nálægt því. Lagið kom upprunalega á smáskífu ásamt næsta lagi plötunnar, Hello Goodbye sem er án efa slappasta lag plötunnar. Lagið er eftir Paul McCartney og er hann aðalsöngvarinn í laginu. Textinn er einhæfur en það eru pælingar við hann, lagið er eitthvað sem maður fær leið á eftir nokkrar hlustanir.

Næst kemur yndislegt lag að nafni Strawberry Fields forever. John Lennon heitinn og Stu Sutcliffe heitinn stálust oft inná lóð munaðarleysingjahælis sem hét Strawberry Field. Upprunalega var lagið tvisvar tekið upp, John Lennon gat ekki ákveðið hvor útgáfan var betri svo hann bað góðkunningja þeirra, George Martin um að setja útgáfurnar saman í eitt lag. Lagið er með betri lögum á plötunni. Líkt og með I am the Walrus og Hello Goodbye var það á smáskífu ásamt níunda lagi plötunnar, Penny Lane. Líkt og með John og Strawberry Fields Forever kemur hugmyndin úr æsku Paul í Liverpool. Penny Lane er gata á verslunarstað Liverpool. Paul var í rauninni að útskýra heilan dag í Penny Lane með þessu lagi. Í laginu er fallegur trompetleikur sem Paul vildi hafa. Hann flautaði hann fyrir George Martin sem kom honum niður á nótnablað og náði í lúðrasveit.

Þriðja smáskífan sem troðið var á plötuna innihélt meðal annars lagið Baby You're A Rich Man. Hæg laglínan og skrítinn textinn gerði lagið einstakt. John Lennon var höfundur lagsins samdi lagið hreint út sagt ótrúlega. Textinn, sem er frekar sýrður innheldur orðasamsetningar eins og “You keep your money in a big brown bag, in the zoo”. Næsta lag þriðju smáskífunnar sem hent var á plötuna er líka lokalag plötunnar, All you need is love. 25. júní 1967 var lagið sent út í fyrsta sjónvarpsútsendingunni í gegnum gervihnött. Lagið kom í þættinum Our World sem sýndur var á BBC og var það sýnt í 18 löndum. John Lennon samdi textann að mestu leyti. Í endanum heyrist brot úr laginu She Loves You.

Platan fær 9,8 í heildareinkunn, aðeins eitt slappt lag á plötunni, sem er auðspólað yfir.

AlmarD