Look at Yourself er þriðja plata Uriah Heep og án efa sú besta. Þarna vor þeir að sýna hvað í sér býr með stæl.
Platan byrjar á titillagi plötunnar Look at your self sem er rokkað og hratt lag með orgeli og trommusólóum. Þetta lag kemur manni strax í stuð en þar sem lengra dregur á lagið fara þeir að klúðra því aðeins.
Næsta lag er I Wanna Be Free sem er rólegt með föstum takti en þó er viðlagið hratt og sólóin glæsileg. Ekki mikið um það að segja.
July Morninger uppáhalds Uriah Heep lagið mitt. Það byrjar með glæsilegu orgeli og lagið er í rauninni orgel allan tímann. Lagið er rólegt í heild sína en þó koma hraðir og ?þyngri kaflar? og sóló sem ég fæ hreinlega gæsahúð af. Ég get hlustað á þetta lag aftur og aftur. Eini gallinn er að það Heep meðlimirnir missa sig oft í endann (sem er reyndar flott) og að lagið er of stutt eða 10:32 mín. Orð fá þessu lagi ekki lýst. Næsta lag Tears In My Eyes er alls ekki síðra. Geðveikt undirspil og intro, mjög grípandi lag. Lagið róast snögglega og þá er maður svona að ná sér af July Morning og fyrri hluta þessa lags, það fyrsta sem ég hugsaði eftir þetta lag var Vá! Enn að reyna að ná mér frá þessu lagi byrjar Shadow Of Grief sem gugnar aðeins miðað við fyrri lög. En ekki taka þessu sem þetta sé lélegt lag, það er gott undirspil og allt. Síðan fara góðu hlutirnir að gerast. Lagið róast og verður ja.. ólýsanlegt, rólegt orgelspil og fallegt öskur. En eins og Heep er líkt þá fara þeir á flipp í lokin og tryllast og því fylgir vanalega garg og öskur.
What Should Be Done er næst. Þetta er rólegt lag, fallega sungið með píanó undirspili. Ég var alltaf að bíða eftir að lagið varð hraðara og einnig beið ég eftir sólóum en þau komu víst ekki mér til mikillar óánægju.
En það er svo sem allt í lagi því að seinasta lagið á plötunni, Love Machine bætir það upp. Þetta er hratt og rokkað lag sem er glæsilegur endir á plötu. Það mætti segja að þetta sé Uriah Heep beint í æð.