Revolver - 1966 Revolver er að mínu mati ein besta Bítlaplatan (segi það reyndar um allar) og ég sá að enginn hafði skrifað um þetta meistaramerk (eins og allar plöturnar þeirra) þannig ég ákvað að slá til.
<h3>Breytti þessu aðeins</h3>

Lagalisti:
1. Taxman (Harrison) - 2:39
2. Eleanor Rigby (Lennon/McCartney) - 2:07
3. I'm Only Sleeping (Lennon/McCartney) - 3:01
4. Love You To (Harrison) - 3:01
5. Here, There and Everywhere (Lennon/McCartney) - 2:25
6. Yellow Submarine (Lennon/McCartney) - 2:40
7. She Said, She Said (Lennon/McCartney) - 2:37
8. Good Day Sunshine (Lennon/McCartney) - 2:09
9. And Your Bird Can Sing (Lennon/McCartney) - 2:01
10. For No One (Lennon/McCartney) - 2:01
11. Doctor Robert (Lennon/McCartney) - 2:15
12. I Want to Tell You (Harrison) - 2:29
13. Got to Get You into My Life (Lennon/McCartney) - 2:30
14. Tomorrow Never Knows (Lennon/McCartney) - 2:57

Gagnrýni:
Taxman - 8/10
Gott lag eftir George, trommuleikurinn hjá Ringo í þessu lagi er algjör snilld og svo er góður húmor í textanum.

Eleanor Rigby - 9/10
Þetta er eitt af betri lögunum á plötunni (veit að ég sagði annað í gær, var ekki í skapi fyrir svona lag).

I'm Only Sleeping - 8/10
Snilldar lag, bland af rólegu og fjörugu má segja.

Love You To - 5/10
Án efa slakasta lag plötunnar, alltof langdregið. Ef satt skal segja, þoli ég ekki þegar George notar sitar í lögin, vil helst hafa bara gítar.

Here, There and Everywhere - 8/10
Róandi eins hin lögin á plötunni. Týpískt Paul lag.

Yellow Submarine - 8/10
Ofmetnasta Bítlalagið, en þrátt fyrir það er það mjög skemmtilegt. góður taktur í því.

She Said, She Said - 8/10
Skemmtilegt lag.

Good Day Sunshine - 7/10
Með slakari lögum plötunnar, aaaalltof langdregið.

And Your Bird Can Sing - 9/10
Fæ bara ekki nóg af þessu lagi, hlusta á það aftur og aftur án þess að fá leið á því.

For No One - 8/10
Líkt og með lagið hér fyrir ofan, And Your Bird Can Sing fæ ég ekki nóg af því.

Doctor Robert - 9/10
Þetta er geðveikt lag! John syngur bara frábærlega.

I Want To Tell You - 8/10
Annað gott lag eftir George á plötunni.

Got to Get You into My Life - 9/10
Létt og skemmtilegt lag, hlusta aftur og aftur á það eins og fleiri lög á þessari plötu.

Tomorrow Never Knows - 10/10
Besta lag plötunnar og bara með betri Bítlalögum.

Kveðja Almar, bítlavinur.