Abbey Road Abbey Road er án efa flottasta plata Bítlana enda eru þeir með mikla reynslu og þeir vissu eiginlega að þetta ætti eftir að verða síðasta platan þeirra. Hún var tekin upp á eftir Let it be en Abbey road kom út á undan. Það sem gerir þessa plötu sérstaka er að það er ekkert bil á milli laga heldur kemur næsta lag bara í beinu framhaldi. Stundum þegar ég vill slappa af þá læt ég Abbey road á fóninn.

1 Come Together (4:21)
2. Something (3:03)
3. Maxwell's Silver Hammer (3:27)
4. Oh! Darling (3:27)
5. Octopus's Garden (2:51)
6. I Want You (She's So Heavy) (7:47)
7. Here Comes the Sun (3:05)
8. Because (2:46)
9. You Never Give Me Your Money (4:02)
10. Sun King (2:27)
11. Mean Mr. Mustard (1:06)
12. Polythene Pam (1:13)
13. She Came in Through the Bathroom Window (1:57)
14. Golden Slumbers (1:32)
15. Carry That Weight (1:37)
16. The End (2:20)
17. Her Majesty (0:23)

1 Come Together
Góð byrjun á plötu með góðum takt sem rennur vel í gegn.

2 Something
Vá þvílíkt lag. Þarna sýnir Harrison hvað hann er góður lagahöfundur og þetta er eitt af bestu lögum Harrison.

3 Maxwell's Silver Hammer
Þetta lag var upprunarlega samið fyrir white album en endaði á Abbey Road. Lennon var á spítala á meðan þetta lag var tekið upp. Öllum bítlunum fannst þetta lag lélegt en mér finnst það gott þótt að textinn sé ekki við hæfi.

4. Oh! Darling
Ekki mikið að segja um þetta lag annað en að það er flott og textinn er góður.

5. Octopus's Garden
Snilldar lag eftir Ringo mjög skemmtilegt og grípandi en Ringo er samt best geymdur þegjandi bak við trommusettið.

6. I Want You (She's So Heavy)
Ekki mikið lagt uppúr textasmíðinni. Þetta er soldið langdregið og einhæft lag en samt flott hjá þeim.

7. Here Comes the Sun
Annað snilldar Harrison lagið ég get hlustað á það aftur og aftur án þess að fá leið á því, þetta lag er meistaraverk og eitt besta lagið á plötunni að mínu mati.

8 Because
Rólegt en samt flott, ekki meira að segja.

9 You Never Give Me Your Money
Byrjar rólegt síðan verður það fjörugt.

10 Sun King
Rólegt með löngu en góðu forspili gott ?slökunarlag? en ekki mikill texti.

11 Mean Mr. Mustard
Textinn við þetta lag er frekar skemmtilegur og einnig er lagið skemmtilegt.

12 Polythene Pam
Fjörugt og rokkað bjargar eða skemmir plötuna að nokkru leyti.

13 She Came in Through the Bathroom Window
Þetta er í rauninni sama lagið og Polythene Pam og það er mjög flott að það komi ekki bil á milli lagana en þetta er semt ekki lík lög þetta er örlítið rólegra en hitt annars skemmtilegt lag.

14 Golden Slumbers
Enn eitt rólega lagið á plötunni (sem er alls ekki slæmt) ekki mikið hægt að segja.

15 Carry That Weight

Kemur í beinu framhaldi við Golden Slumbers og þetta lag er líka flott og frekar rólegt á köflum.

16 The End
Flott lag í endanum á þeirra frábæra ferli þar sem að þeir vissu eiginlega að þetta ætti eftir að verða síðasta platan.
And in the end
The love you take
Is equal to the love you make

17 Her Majesty
Nokkur orð sungin um drotninguna.

Abbey road er ein af mínum uppáhalds bítlaplötum aðallega hvað hún er vel gerð og hvað textarnir eru skemmtilegir.

Ayo