Led Zeppelin III Ég ákvað að gera þennan plötudóm um Led Zeppelin III eftir Led Zeppelin því mér er búið að leiðast í nær allan dag og ég var að lesa plötu dóm eftir Geithafur um Led Zeppelin IV ég valdi þessa plötu vegna þess að ég þekki lögin á henni best sem lög af ákveðinni plötu og á hana í vínyl en við skulum ekki draga þetta lengra og vinda okkur beint í plötuna.

Led Zeppelin III

Platan í heild sinnir er algjör snilld og er sú besta með Led Zeppelin að mínu mati. mjög fátt um hana að segja meir nema það að allir meðlimir stóðu sig frábærlega við gerð þessarar plötu enda útkoman frábær.

8/10

Immigrant Song [Jimmy Page & Robert plant][2:25]

Lagið er um sjálft Ísland. Snilldar lag á flestan hátt gott undirspil og öflugur söngur hjá Plant. Frábært lag um fræbæran stað sem greinilega snerti þá félaga.

10/10

Friends [Jimmy Page/Robert Plant][3:54]

Frekar rólegt og hálf máttlaust lag eitt af þessum lélegu góðu lögum eða góðu lélegu ykkar að velja.

5/10

Celebration Day [Jimmy Page/Robertplant/John Paul Jones][3:29]

Fjörugt lag og allur hljóðfæraleikur smellur fullkomnlega saman og Plant toppar svo lagið með mjög góðum söng en einhvern veginn rólegum og yfirveguðum.

7/10

Since I´ve Been Loving You [jimmy Page/Robertplant/John Paul Jones][7:23]

Indislegt lag rólegir og notalegir tónar orgel og gítar mjög vandað í forspili og eitt af fallegri lögum Led Zeppelin trommur í aukahlutverki og lítið annað en taktmælir miklum hæfileikum sóað þar þó trommur eigi alls ekkert að vera í miklu hlutverki í rólegum lögum. söngur í meðallagi meðað við Robert Plant.

9/10

Out On The Tiles [Jimmy Page/Robert Plant/John Henry Bonham][4:06]

Gítar, söngur og trommur mjög vel framkvæmt og það skín í gegn að trommurnar eru samdar af trommara sem veit hvað hljómar vel og hvað ekki.

8/10

Gallows Pole [Jimmy Page/Robert Plant][4:56]

Rólegt og æst lag… byrjar rólega hækkar svo stigvaxandi þangað til allt er komið á fullt og orðið mjög fjörugt og hratt flottur söngur og mandolinleikur hjá Plant og Jones eitt af sniðugustu og sérkennilegustu lögum Led Zeppelin.

8/10

Tangerine [Jimmy Page][3:10]

Fallegasti gítarleikur sem ég hef nokkurntíman heyrt vel samið hjá Jimmy Page fallega sungin texti þó hann sé stuttur, ég þori ekki að fara með merkingu lagsins hvort hann sé gleði- eða sorgar söngur en söngurin samt sem áður fallegur útaf fyrir sig án efa fallegasta lag Led Zeppelin og eitt af því besta ofar á mínum lista en Stairway To Heaven

10/10

That´s The Way [Jimmy Page/Robert Plant][5:37]

Gítarinn snilldarlega saminn og enn eitt fallegt lag á mjög rólegum nótumyndislega sungið af Plant og enn síndu Jimmy Page og Robert Plant að þeir væru stoð Led Zeppelin þó að þeir hafi allir verið einhverjir mestu snillingar á sínu sviði og hver þeirra var gjörsamlega ómissandi eins og fram kom þegar John Henry Bonham kafnaði í egin ælu.

8/10

Bron-Y-Aur Stomp [jimmy Page/Robertplant/John Paul Jones][4:16]

Byrjar á góðu gítarspili svo koma trommurnar inn svo söngurinnn og hin ímsu hljóð svo sem klapp og hristur einhverjar og gjörsamlega klára lagið og enn eitt frábært lag frá Led Zeppelin er spilað.

9/10


Ég tók Hats Of To (Roy) Harper ekki með í samantektina og fjalla ekki um það því að Led Zeppelin sömdu það ekki.

Vonast til að heyra gagnríni um álit mitt á þessari plötu sem fyrst.
There is Someone in My Head But It´s Not Me!