Langt síðan að svona kom þannig ég skelli einni
Þetta er síðasta myndin sem var tekin af John Lennon á lífi. Á þessari mynd er hann að árita sólaplötuna sína ‘Double Fantasy’ fyrir Mark David Chapman…morðingja hans. Þetta sama kvöld kom Chapman upp að honum rétt hjá húsi hans og kallaði “Mr. Lennon!”, síðan skaut hann Lennon 4 sinnum…hann beið svo eftir löggunni og hún spurði hann hvort hann vissi hvað hann hefði nú gert!? og þá sagði hann mjög rólegum tóni “I just shot John Lennon.” - ekki mjög skemmtilegt þetta… Hvíldu í friði, John Lennon.
ekki alveg ný lög frá Yoko Ono, heldur svona remix/dúett(eða cover) plata .. ég er búinn að hlusta nokkuru lög og ég fíla þetta ágættlega :D
Hér er mynd af The Marshall Tucker Band - hágæða suðurríkja rokk eins og það gerist best. Bryjaði að hlusta á þá í vor þegar ég var að fara yfir vínilsafnið á heimilinu og þar var fyrsta platan sem er algjört meistaraverk og hef dýrkað bandið síðan þá!