Barrie Barlow Þetta er mynd af öðrum trommuleikara Jethro Tull, Barriemore Barlow.

Hann var skólafélagi Ian Anderson og kom hann í bandið eftir að Clive Bunker hætti. Hann spilaði á 10 albúmum frá Mai 1971 til Júní 1980 (Thick as a Brick, Living in the Past, Passion Play, War Child, Minstrel in the Gallery, Too Old to Rock ‘n’ Roll: Too Young to Die!, Songs from the Wood, Heavy Horses, Bursting Out og Stormwatch.)

Myndin er frá árinu 1977. Hún er tekin í byrjun songs from the wood túrnum. Hann var ótrúlegur í þeirri tónleikaferð og sást það sérstaklega í lögum eins og Aqualung og Velvet green. Hann var með gríðarlega tækni og skapandi trommari. John Bonham sagði að hann væri besti enski trommarinn.

Hann hætti í bandinu eftir að Glascock dó en þeir voru víst mjög nánir. Áfallið var það mikið að hann, ásamt John Evans og Dee Palmer, hætti. Hann fór að spila með Robert Plant, Jimmy Page og John Miles.

Held að þetta sé einn af þeim svölustu trommurum gullaldarinnar.