John Mayall and the Bluesbreakers Þetta er platan Bluesbreakers With Eric Clapton, sem gefin var út af John Mayall & the Bluesbreakers, árið 1966.

Þetta var þriðja plata hljómsveitarinnar og sennilega sú allra besta.

Hún var einnig fyrsta platan til að setja Eric Clapton á kortið sem heimsklassa blús-gítarleikara. En hann hafði aldrei komist almennilega á framfæri þegar hann spilaði með Yardbirds (enda með enga smávegis samkeppni við hlið sér þar).

Þetta var eina platan sem Clapton spilaði með Bluesbreakers, en aðeins nokkrum mánuðum eftir að platan var tekin upp stofnaði hann fyrstu súpergrúppu rokksins, Cream.

Þess má einnig geta að Bluesbreakers with Eric Clapton, var tekin upp á aðeins einum degi. Gaman að sjá einhvern gera það nú til dags!