Langar að gera þetta áhugamál meira virkt og ákvað því að henda inn spurningu; hvað ert að hlusta á?
Sjálf hef ég verið mikið að hlusta á The Smiths (þó að það teljist ekki sem Gullaldartónlist), Bob Dylan, Meistara Bítlana, The Kinks, Creedence Clearwater Revival og David Bowie meðal annars, annars breytist það ótrúlega mikið. Tek tarnir og hlusta aðallega á kannski eina hljómsveit og svo uppgötva ég einhverja nýja eða enduruppgötva gamla.

Es. Hvor er betra “Like a Rolling Stone” m/ Bob Dylan eða “A Day in the Life” m/ Bítlunum að þínu mati?