Það er mjög áhugavert að kynna sér hugarfóstur strandarstráksins Brian Wilson sem ber heitið SMiLE. Eftir að Beach Boys gáfu frá sér Pet Sounds árið 1966 vildi Brian láta SMiLE fylgja. Vegna nokkurra ástæðna, m.a. vegna ágreinings innan sveitarinnar um nýju stefnuna sem Brian var að færa hljómsveitina í, tókst honum ekki að gefa hana út.

Eftir að Brian tók sér bæði frí frá því að koma fram með sveitinni og að semja fyrir hana (vegna geðrænna vandamála) voru mörg af lögunum sem hann samdi fyrir SMiLE komið fyrir á seinni Beach Boys plötum í útfærðri útgáfu hinna meðlimanna.

Eins og glöggir Beach Boys hlustendur ættu að vita, tókst Brian að klára plötuna sína árið 2004, þá í endurupptekinni útgáfu með hjálp hljómsveitar.

Þetta lag heitir Surf's Up og er þessi útgáfa tekin upp árið 1966.

Hvað finnst ykkur um lagið?
———————
SMiLE á Wikipedia
Brian Wilson presents SMiLE (2004)