Hér er ég með lista yfir þá sem hafa dáið árið 2008 og voru partur af Gullöldinni.

Bætið við listann ef þið munið eitthverja fleiri sem hafa dáið á árinu. ATH! Verða þó að hafa verið partur af Gullöldinni.

Mitch Mitchell: D. 12 Nóvember, trommuleikari Jimi Hendrix Experience.

Earl Palmer: D. 19 September, trommuleikari fyrir Little Richard, Frank Sinatra, The Monkees, Mamas And The Papas, Beach Boys og.fl. Fyrsti „session“ spilarinn til þess að komast inn í Rock and Roll Hall of Fame.

Richard Wright: D. 15 September, hljómorðsleikari Pink Floyd

Isaac Hayes: D. 10 Ágúst, var mest í fönk og sálartónlist. Spilaði á píanó, hljómborð og söng. Talaði einnig fyrir Chef í South Park.

Bo Diddley: D. 2 Júní, rokk og ról tónlistarmaður. Spilaði á gítar og söng.

Micky Waller: D. 29 Apríl, spilaði á trommur í Jeff Beck Group, Rod Stewart og.fl.

Buddy Miles: D. 26 Febrúar , söng og trommaði með Band of Gypsys og.fl.