Fór í gær og ætlaði nú að gera góð kaup á vinyl plötum. Í einum bás hafði alltaf verið maður þar að selja margar plötur á alveg 100 kr og 300 kr.. keypt marga þekkta titla hjá honum á svona góðu verði.. En nú fór ég þarna aftur í gær. Þá var komin einhver annar vinyl sali þarna og verðið MIKLU hærra.. Allt á 2000 og 3000 og uppí 12.000 krónur!

Þetta var greinilega ekki sami maðurinn og hafði alltaf verið þessi var mikið yngri og allt miklu dýrara. Hef að vísu ekki kíkt þarna í bráðum ár fyrr en í gær og mér blöskraði bara verðið hjá þessum og keypti ekkert.

Veit einhver hvað varð um þennan sem var með allt svo ódýrt?
Cinemeccanica