Tekið af mbl.is


Bresku rokkgoðsagnirnar úr Led Zeppelin, þeir Jimmy Page og John Paul Jones, hafa verið að vinna að nýju efni í hljóðveri ásamt Jason Bonham, syni Johns heitins Bonhams, sem lamdi húðir með Zeppelin.

Bonham sagði í viðtali við útvarpsstöð í Detroit í Bandaríkjunum að lögin gætu endað á nýrri Led Zeppelin plötu.

Nýtt efni hefur verið inni í myndinni frá því hljómsveitin kom saman á tónleikum í London í desember sl. í fyrsta sinn í 19 ár. Um 20.000 manns mættu á tónleikana.

Bonham bætti því hins vegar við að Robert Plant hafi ekki tekið þátt í hljóðversvinnunni.

„Eins og staðan er núna þá er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að rokka með þessum tveimur náungum og hefja vinnu á nýju efni,“ sagði hann.

„Þegar ég mæti {í hljóðverið} þá spyr ég einskis. Ef það er hringt í mig og ég beðinn um að spila, þá nýt ég hverrar mínútu.“

„Hvernig sem þetta endar þá er það magnað að fá tækifæri til að spila með tveimur einstaklingum eins og þeim. Þetta er líf mitt. Þetta er það sem mig hefur dreymt um að fá að gera.“

Bonham bendir hins vegar á að það verði ganga frá ýmsum málum áður en ný plata lítur dagsins ljós.
Byrði betri