Heilir og sælir.

Ekki hef ég verið að tjá mig mikið undanfarið, en að máli málana, það er eftirfarandi.

Golden Avatar

Ég er sumsé staddur hér hjá ömmu og afa á eskifirði, ekki er það nú efni í bíomynd, en já ég var að róta í gegnum plötunar þeirra eins og ég á það til að vera handóður. Sá þá bara plötu sem ég hefði aldrei séð áður, og bar hún nafnið Golden Avatar. A change of heart. Ákvað að skella vinylnum í gang og byrjaði ekki þessi snilldar Progg music, ég var gjörsamlega agndofa yfir þessu, hérna erum við að tala um eitt af þeim bestu hljómum sem ég hef heyrt (minn smekkur bara, ef eitthver hefur heyrt eitthvað með þeim og fannst það lélegt, þá er það bara ykkar mál).


En já eina sem ég var að velta fyrir mér er hvort eitthver eigi þetta inná tölvunni hjá sér?

Ég hef leitað aðeins á google og svona og komst af því að þetta er aðeins til á Vinyl, og kom út árið 1976.

Svo tilgangurinn með þessum þræði er ekki bara að kveikja aftur í mér hér á huga heldur líka að velta fyrir mér hvort eitthver kannist við þetta?


Well nóg af blaðri í mér.


Veriði hress, ekkert stress, bless.


Hvorkyn

Bætt við 26. júlí 2008 - 03:33
Bæta má við hérna eru einu upplysingarnar sem ég fann um þessa plötu.

http://www.progarchives.com/album.asp?id=10976


ég leitaði nu ekki rosa mikið en amk fann ég þetta.